Erlent

Reynt að ná flakinu upp

Einn þotuhreyflanna Myndir af flakinu voru sýndar á blaðamannafundi í Frakklandi í gær.nordicphotos/AFP
Einn þotuhreyflanna Myndir af flakinu voru sýndar á blaðamannafundi í Frakklandi í gær.nordicphotos/AFP
Allt að mánuður getur liðið þangað til hægt verður að hefja vinnu við að ná flaki franskrar Airbus-farþegaþotu af botni Atlantshafsins, þar sem það hefur legið á 3.900 metra dýpi síðan vélin hrapaði í júní 2009.

Um borð voru 228 manns, sem allir létu lífið. Vélin var á leiðinni frá Rio de Janeiro til Parísar þegar hún lenti í þrumuveðri í háloftunum. Orsakir slyssins eru enn ekki þekktar og „svarti kassinn" með flugrita vélarinnar hefur enn ekki fundist. Mikil áhersla er lögð á að finna flugritann.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×