Erlent

Raðmorðingi í New York-ríki

Lögreglumaður og leitarhundur leita að fleiri líkum í þykkum runnum við Oak Beach í New York-ríki.
Lögreglumaður og leitarhundur leita að fleiri líkum í þykkum runnum við Oak Beach í New York-ríki. Mynd/AP
Lík átta kvenna hafa nú fundist með stuttu millibili á strönd við New York. Lögreglan á svæðinu telur nú að um raðmorðingja sé að ræða. Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Fjögur lík vændiskvenna fundust á svæðinu seint á síðasta ári. Enn á eftir að bera kennsl á eitt lík sem fannst í síðustu viku. Síðasti líkfundurinn var í gær, þegar þrjár konur til viðbótar fundust látnar við Gilgo-strönd, um 70 kílómetra austan við New York.

Lögregla kembir nú svæðið með hundum og þyrlum og verður leit haldið áfram í dag. Grunað er að Shannen Gilbert, vændiskona frá New Jersey, sé nú látin, en síðast sást til hennar í maí þegar hún ætlaði að hitta kúnna á svæðinu. Lögregla skoðar nú kúnnalistann hennar til þess að finna hugsanlega grunaða.

Richard Dormer yfirlögregluþjónn segir að leitin sé erfið, þar sem svæðið er að mestu þakið mýri og sjávargróðri, ásamt grófgerðum furutrjám. Það tók mánuð að bera kennsl á fyrstu konurnar, en þar var notast við DNA-sýni og tannlæknaskýrslur. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×