Erlent

Réttarhöld yfir Berlusconi: Fjölmiðlar sagðir valda tjóni

Paola Boccardi lögmaður Karimu El Mahroug við upphaf réttarhaldanna.nordicphotos/AFP
Paola Boccardi lögmaður Karimu El Mahroug við upphaf réttarhaldanna.nordicphotos/AFP
Marokkóska stúlkan Karima El Mahroug segir að umfjöllun fjölmiðla hafi valdið sér miklu tjóni en heldur fast við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aldrei sængað hjá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Mahroug, sem á Ítalíu hefur gengið undir nafninu Ruby Rubacouri, var sautján ára, og þar af leiðandi undir lögaldri, vorið 2010 þegar Berlusconi er sagður hafa borgað henni fé fyrir að eiga með henni kynmök. Hann er einnig sakaður um að hafa notað áhrif sín til að þagga niður málið.

„Þegar þessi unga kona gengur niður götuna nema vel stæðir menn, ósköp venjulegir menn á sextugsaldri, staðar og gera grín að henni,“ segir Paola Boccardi, lögmaður hennar. „Úti um allan heim er litið á Karimu sem vændiskonu.“

Réttarhöldin í málinu gegn Berlusconi hófust í gær en var frestað þangað til í lok maí eftir aðeins sjö mínútna þinghald.

Karima hefur viðurkennt að hafa þegið nærri átta hundruð þúsund krónur frá Berlusconi eftir að þau hittust fyrst á valentínusardaginn 2010. Hún segir þó einungis gjafmildi Berlusconis vera að baki þeirri gjöf, kynlíf hafi hvergi komið við sögu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×