Erlent

Viðræður geta hafist í lok júní

Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Mynd/AFP
Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Mynd/AFP
Eiginlegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins geta hafist í lok júní, að því er Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði í yfirlýsingu í gær. „Þetta er metnaðarfull en framkvæmanleg tímaáætlun þegar allir aðilar eru staðráðnir í að halda áfram,“ segir í yfirlýsingunni.

Hann reiknar með að viðræður geti hafist á ríkjaráðstefnu, sem ráðgert er að haldin verði 27. júní. Þá verði rýnivinnu lokið og hægt að hefja samningaviðræður um hina 35 kafla löggjafar Evrópusambandsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×