Íslenzkt stjórnarfar: Tveir vinklar Þorvaldur Gylfason skrifar 7. apríl 2011 06:00 Um daginn rifjaðist upp þessi ræðubútur: „Til mín komu á dögunum tveir framsæknir vísindamenn … Þeir vildu kynna nýja hugmynd sína. Hún var sú að gera Ísland að útflutningsvöru, eins og þeir orðuðu það. Ég verð að kannast við, að í fyrstu skildi ég hvorki upp né niður í því, hvað þeir væru að fara. En þeir skýrðu hugmynd sína með eftirfarandi hætti. Við höfum borið íslenskt stjórnarfar saman við það sem annars staðar gerist og það fer ekki á milli mála, að Íslandi þykir betur stjórnað og af meiri hagkvæmni og skilvirkni en annars staðar þekkist. Þeir flýttu sér að bæta því við, að þetta hefði ekkert með núverandi stjórnmálamenn landsins að gera. Ísland, sem lítið land, hefði hreinlega neyðst til þess að hafa skilvirkara og þar með ódýrara stýrikerfi á sínum málum en ríkari og fjölmennari þjóðir. Væri raunar sama hvar niður væri borið í stjórnsýslunni, og nefndu vísindamennirnir til sögunnar dóms- og lögreglukerfi, utanríkisþjónustu, félags- og heilbrigðismál, verklegar framkvæmdir, aðgang borgaranna að stjórnkerfinu og málshraða á öllum sviðum.“ Ég kímdi. Þetta var á gamlárskvöld 1998. Ég var að hlusta á áramótaávarp forsætisráðherra í sjónvarpinu. Þegar ég skömmu síðar rakst á ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, gamlan kunningja minn og samstarfsmann, úti í bakarí, þetta var á Seltjarnarnesinu, spurði ég hann í mesta bróðerni, hvaða framsæknu vísindamenn ráðherrann hefði fengið í heimsókn. Ráðuneytisstjórinn fór undan í flæmingi. Ég sendi honum að loknum hátíðum skriflega fyrirspurn um málið. Mér barst ekki svar. Dómur RNA um stjórnsýslunaRannsóknarnefnd Alþingis (RNA) dró aðrar ályktanir um íslenzkt stjórnarfar en þær, sem forsætisráðherrann fyrrverandi lýsti í gamlársræðu sinni 1998. Við skulum grípa niður í 8. bindi skýrslu RNA frá í fyrra (Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008), en það bindi skýrslunnar hefur ekki enn vakið þá eftirtekt sem vert væri. Þar stendur orðrétt meðal annars: n Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn brugðust meginhlutverkum sínum í aðdraganda bankahrunsins. Eftirliti með einstökum fjármálastofnunum var verulega áfátt (bls. 131) n Efla þarf fagmennsku og stórbæta vinnubrögð innan stjórnsýslunnar … Stjórnmálamenn og embættismenn þurfa að setja sér siðareglur … Efla þarf þá hugsun meðal stjórnmálamanna að starf þeirra er öðru fremur þjónusta við almannaheill. … Takmarka þarf pólitískar ráðningar innan stjórnsýslunnar. Skerpa þarf ákvæði um ráðherraábyrgð … (bls. 152) n Setja þarf skýrar reglur um styrki til stjórnmálamanna og um gagnsæi í bókhaldi stjórnmálaflokka. Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins (bls. 170) n Skýra þarf hlutverk forseta Íslands mun betur í stjórnarskránni. … Æskilegt væri að forsetaembættið setti sér siðareglur (bls. 178) n Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. … Skortur á fagmennsku og vantrú á fræðilegum röksemdum er mein í íslenskum stjórnmálum. Andvaraleysi hefur verið ríkjandi gagnvart því í íslensku samfélagi hvernig vald í krafti auðs hefur safnast á fárra hendur og ógnað lýðræðislegum stjórnarháttum. (bls. 184) n Leita þarf leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna … Draga þarf úr ráðherraræði … Taka þarf stjórnarskrána til skipulegrar endurskoðunar í því skyni að treysta grundvallaratriði lýðræðissamfélagsins og skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa. (bls. 184) Stjórnarskráin og hruniðSkýrsla RNA setur endurskoðun stjórnarskrárinnar í skýrt samhengi við hrunið. Þeir, sem berjast af mestri hörku gegn endurskoðun stjórnarskrárinnar, líta líklega enn svo á, að Íslandi sé „betur stjórnað og af meiri hagkvæmni og skilvirkni en annars staðar þekkist“. Brýna nauðsyn ber til, að skýrsla RNA sé öll þýdd á ensku til fróðleiks handa útlendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Um daginn rifjaðist upp þessi ræðubútur: „Til mín komu á dögunum tveir framsæknir vísindamenn … Þeir vildu kynna nýja hugmynd sína. Hún var sú að gera Ísland að útflutningsvöru, eins og þeir orðuðu það. Ég verð að kannast við, að í fyrstu skildi ég hvorki upp né niður í því, hvað þeir væru að fara. En þeir skýrðu hugmynd sína með eftirfarandi hætti. Við höfum borið íslenskt stjórnarfar saman við það sem annars staðar gerist og það fer ekki á milli mála, að Íslandi þykir betur stjórnað og af meiri hagkvæmni og skilvirkni en annars staðar þekkist. Þeir flýttu sér að bæta því við, að þetta hefði ekkert með núverandi stjórnmálamenn landsins að gera. Ísland, sem lítið land, hefði hreinlega neyðst til þess að hafa skilvirkara og þar með ódýrara stýrikerfi á sínum málum en ríkari og fjölmennari þjóðir. Væri raunar sama hvar niður væri borið í stjórnsýslunni, og nefndu vísindamennirnir til sögunnar dóms- og lögreglukerfi, utanríkisþjónustu, félags- og heilbrigðismál, verklegar framkvæmdir, aðgang borgaranna að stjórnkerfinu og málshraða á öllum sviðum.“ Ég kímdi. Þetta var á gamlárskvöld 1998. Ég var að hlusta á áramótaávarp forsætisráðherra í sjónvarpinu. Þegar ég skömmu síðar rakst á ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, gamlan kunningja minn og samstarfsmann, úti í bakarí, þetta var á Seltjarnarnesinu, spurði ég hann í mesta bróðerni, hvaða framsæknu vísindamenn ráðherrann hefði fengið í heimsókn. Ráðuneytisstjórinn fór undan í flæmingi. Ég sendi honum að loknum hátíðum skriflega fyrirspurn um málið. Mér barst ekki svar. Dómur RNA um stjórnsýslunaRannsóknarnefnd Alþingis (RNA) dró aðrar ályktanir um íslenzkt stjórnarfar en þær, sem forsætisráðherrann fyrrverandi lýsti í gamlársræðu sinni 1998. Við skulum grípa niður í 8. bindi skýrslu RNA frá í fyrra (Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008), en það bindi skýrslunnar hefur ekki enn vakið þá eftirtekt sem vert væri. Þar stendur orðrétt meðal annars: n Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn brugðust meginhlutverkum sínum í aðdraganda bankahrunsins. Eftirliti með einstökum fjármálastofnunum var verulega áfátt (bls. 131) n Efla þarf fagmennsku og stórbæta vinnubrögð innan stjórnsýslunnar … Stjórnmálamenn og embættismenn þurfa að setja sér siðareglur … Efla þarf þá hugsun meðal stjórnmálamanna að starf þeirra er öðru fremur þjónusta við almannaheill. … Takmarka þarf pólitískar ráðningar innan stjórnsýslunnar. Skerpa þarf ákvæði um ráðherraábyrgð … (bls. 152) n Setja þarf skýrar reglur um styrki til stjórnmálamanna og um gagnsæi í bókhaldi stjórnmálaflokka. Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins (bls. 170) n Skýra þarf hlutverk forseta Íslands mun betur í stjórnarskránni. … Æskilegt væri að forsetaembættið setti sér siðareglur (bls. 178) n Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. … Skortur á fagmennsku og vantrú á fræðilegum röksemdum er mein í íslenskum stjórnmálum. Andvaraleysi hefur verið ríkjandi gagnvart því í íslensku samfélagi hvernig vald í krafti auðs hefur safnast á fárra hendur og ógnað lýðræðislegum stjórnarháttum. (bls. 184) n Leita þarf leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna … Draga þarf úr ráðherraræði … Taka þarf stjórnarskrána til skipulegrar endurskoðunar í því skyni að treysta grundvallaratriði lýðræðissamfélagsins og skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa. (bls. 184) Stjórnarskráin og hruniðSkýrsla RNA setur endurskoðun stjórnarskrárinnar í skýrt samhengi við hrunið. Þeir, sem berjast af mestri hörku gegn endurskoðun stjórnarskrárinnar, líta líklega enn svo á, að Íslandi sé „betur stjórnað og af meiri hagkvæmni og skilvirkni en annars staðar þekkist“. Brýna nauðsyn ber til, að skýrsla RNA sé öll þýdd á ensku til fróðleiks handa útlendingum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun