Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 09:02 Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar. Lykilþáttur í því að tryggja verðmætasköpun fyrirtækja er fyrirsjáanleiki og traust lagaumhverfi. Með þeim hætti geta fyrirtæki best gert áætlanir til lengri tíma og hagað fjárfestingum í samræmi við þær áætlanir. Það er mikilvægt að stjórnvöld frá einum tíma til annars leggi rækt við þetta verkefni. Gangi eftir að auka verðmætasköpun vegnar okkur nefnilega öllum betur. Af stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar má skilja að henni sé að einhverju leyti umhugað um þetta. En er það raunverulega svo? Hótanir formanns Flokks fólksins Nú hefur formaður Flokks fólksins hið minnsta í þrígang, jafnvel oftar, frá því ríkisstjórn var mynduð haft í frammi það sem verður ekki skilið öðruvísi en hótanir í garð einnar helstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar og burðarstólpa verðmætasköpunar. Orð í þá veru féllu í Kryddsíld Stöðvar tvö og í fréttum á sömu sjónvarpsstöð í liðinni viku bætti hún um betur og sagði að fiktað yrði þannig í sjávarútvegi að aðilar innan greinarinnar væru nú skjálfandi á beinunum. Og enn var formaðurinn í sama gírnum í Bítinu á Bylgjunni þar sem hún sagði að ráðist yrði að vigtun, ísun og aflaverðmæti. Ég viðurkenni að ég er hugsi yfir þessari nálgun formannsins. Er eitthvað gott fengið með því segja fólki og fyrirtækjum að hræðast einhverjar óljósar yfirvofandi athafnir eða ákvarðanir stjórnvalda? Auðvitað hefur þetta engin jákvæð áhrif og allra síst á atvinnugrein sem býr við óútreiknanlega duttlunga náttúrunnar og sviptivinda í alþjóðasamfélaginu. Ég skal taka að mér að útskýra hið minnsta tvennt nokkuð augljóst fyrir formanninum. Hefur heil atvinnugrein haft rangt við? Í fyrsta lagi starfa þúsundir í sjávarútvegi um allt land. Undir því getur engin atvinnugrein setið að hafðar séu í frammi óljósar ásakanir forystumanns í ríkisstjórn um að fólk sem í greininni starfi hafi á einhvern hátt starfað í trássi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli eða kjarasamninga. Þótt illa sé hægt að átta sig á því hvert formaðurinn er að fara þegar vísað er til vigtunar, ísunar eða verðmæta úr sjó, þá gilda um allt þetta skýr lög með skilvirku eftirliti ýmissa stofnana ríkisins og jafnvel kjarasamningar. Þessi hræðsluáróður formannsins gerir ekki annað en kynda undir reiði hjá starfsfólki sem hefur með þessi mál að gera í störfum sínum og óvissu um framtíð. Það er ekki stórmannleg framkoma af hálfu formannsins. Hræðsla og óvissa dregur úr verðmætasköpun Í öðru lagi þarf miklar fjárfestingar til þess að gera verðmæti úr sjávarauðlindinni og tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé það einlægur vilji formannsins að sjávarútvegur „skjálfi á beinunum“ af hræðslu við það sem koma skal, þá hefur honum líklega með tali sínu tekist að ná því fram að fyrirtæki í sjávarútvegi haldi að sér höndum í fjárfestingum. Eins og áður sagði er það nefnilega fyrirsjáanleiki sem tryggir að aðilar taki áhættu og fjárfesti til lengri tíma. Það gera þeir ekki skjálfandi á beinunum vegna þess sem koma skal. Fjárfestingar skipta öllu máli Samdráttur í fjárfestingum er raunar aðkallandi áhyggjuefni. Miðað við opinberar tölur hefur fjárfesting í fiskveiðum einmitt dregist töluvert saman umliðin tvö ár. Með hliðsjón af aldri skipaflota hafa SFS metið að fjárfesting í fiskiskipum megi ekki vera minni en um 20 milljarðar króna ár hvert. Takist það er endurnýjun skipaflotans í nokkuð eðlilegum takti, olíunotkun verður minni, gæði afla meiri og öryggi sjómanna tryggara. Verðmætasköpun verður þannig meiri fyrir vikið. Fjárfesting liðinna tveggja ára er hvergi nærri þessum 20 milljörðum króna, líkt og greina má af mynd. Vafalaust eru nokkrir samverkandi þættir þar að baki. Má þar helst nefna verri afkomu og horfur, auk verulegrar réttaróvissu sem skapaðist í tíð fyrri ríkisstjórnar þegar endurskoða átti alla löggjöf sjávarútvegs í einu vetfangi. Og næstu tvö ár hið minnsta verða að líkindum áþekk. Aðeins tvö stærri skip eru í smíðum og munu koma inn í flotann í árunum 2025 og 2026; annað þeirra kemur til Hafnar í Hornafirði á þessu ári og hitt til Ísafjarðar á næsta ári. Þótt þetta séu að sönnu ánægjuleg tíðindi, þá er þetta ekki burðug endurnýjun þegar litið er til skipaflotans í heild og aldurs hans. Í þessu ljósi sérstaklega er þeim mun mikilvægara að stjórnvöld hafi skilning á því að óvissa og lítill fyrirsjáanleiki munu aðeins gera snúna stöðu verri. Stöðnun í fjárfestingum í skipum leiðir til þess að verðmætasköpun til lengri tíma verður minni, markmiðum í loftslagsmálum verður síður náð og framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og lífskjara okkar allra verður þar með minna. Þarf að auka óvissuna? Undanfarna daga hafa nokkur skip leitað að loðnu við Ísland. Það getur skipt þjóðarbúið tugum milljarða að loðna finnist. Þetta er náttúruleg óvissa og eitthvað sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa þurft að fást við alla tíð. Hjá henni verður ekki komist. Fleiri mætti telja til; sýkingu í síldarstofninum, horfinn humar, verulegan samdrátt í karfa og óvissu um göngu makríls inn í íslenska lögsögu. Við bætist viðkvæm staða í alþjóðamálum, sem sannarlega getur og hefur haft áhrif á afkomu fyrirtækja. Óvissa er því næg í íslenskum sjávarútvegi og við henni þarf að bregðast á hverjum tíma. Sjávarútvegur skelfur ekki á beinunum vegna orðagjálfurs. Hann einfaldlega tekst á við það sem að höndum ber hverju sinni, eins og hann hefur alltaf gert. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að sjávarútvegur er grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og ein styrkasta stoð efnahagslegrar hagsældar. Það er því ekki gæfulegt að bæta enn við óvissu með augljósri óvild og hótunum sem eingöngu eru til þess fallnar að valda tjóni. Svona tal skaðar ekki bara sjávarútveg og fólkið sem þar starfar, heldur veldur það beinum þjóðhagslegum skaða. Það getur varla verið markmið nokkurrar ríkisstjórnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar. Lykilþáttur í því að tryggja verðmætasköpun fyrirtækja er fyrirsjáanleiki og traust lagaumhverfi. Með þeim hætti geta fyrirtæki best gert áætlanir til lengri tíma og hagað fjárfestingum í samræmi við þær áætlanir. Það er mikilvægt að stjórnvöld frá einum tíma til annars leggi rækt við þetta verkefni. Gangi eftir að auka verðmætasköpun vegnar okkur nefnilega öllum betur. Af stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar má skilja að henni sé að einhverju leyti umhugað um þetta. En er það raunverulega svo? Hótanir formanns Flokks fólksins Nú hefur formaður Flokks fólksins hið minnsta í þrígang, jafnvel oftar, frá því ríkisstjórn var mynduð haft í frammi það sem verður ekki skilið öðruvísi en hótanir í garð einnar helstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar og burðarstólpa verðmætasköpunar. Orð í þá veru féllu í Kryddsíld Stöðvar tvö og í fréttum á sömu sjónvarpsstöð í liðinni viku bætti hún um betur og sagði að fiktað yrði þannig í sjávarútvegi að aðilar innan greinarinnar væru nú skjálfandi á beinunum. Og enn var formaðurinn í sama gírnum í Bítinu á Bylgjunni þar sem hún sagði að ráðist yrði að vigtun, ísun og aflaverðmæti. Ég viðurkenni að ég er hugsi yfir þessari nálgun formannsins. Er eitthvað gott fengið með því segja fólki og fyrirtækjum að hræðast einhverjar óljósar yfirvofandi athafnir eða ákvarðanir stjórnvalda? Auðvitað hefur þetta engin jákvæð áhrif og allra síst á atvinnugrein sem býr við óútreiknanlega duttlunga náttúrunnar og sviptivinda í alþjóðasamfélaginu. Ég skal taka að mér að útskýra hið minnsta tvennt nokkuð augljóst fyrir formanninum. Hefur heil atvinnugrein haft rangt við? Í fyrsta lagi starfa þúsundir í sjávarútvegi um allt land. Undir því getur engin atvinnugrein setið að hafðar séu í frammi óljósar ásakanir forystumanns í ríkisstjórn um að fólk sem í greininni starfi hafi á einhvern hátt starfað í trássi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli eða kjarasamninga. Þótt illa sé hægt að átta sig á því hvert formaðurinn er að fara þegar vísað er til vigtunar, ísunar eða verðmæta úr sjó, þá gilda um allt þetta skýr lög með skilvirku eftirliti ýmissa stofnana ríkisins og jafnvel kjarasamningar. Þessi hræðsluáróður formannsins gerir ekki annað en kynda undir reiði hjá starfsfólki sem hefur með þessi mál að gera í störfum sínum og óvissu um framtíð. Það er ekki stórmannleg framkoma af hálfu formannsins. Hræðsla og óvissa dregur úr verðmætasköpun Í öðru lagi þarf miklar fjárfestingar til þess að gera verðmæti úr sjávarauðlindinni og tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé það einlægur vilji formannsins að sjávarútvegur „skjálfi á beinunum“ af hræðslu við það sem koma skal, þá hefur honum líklega með tali sínu tekist að ná því fram að fyrirtæki í sjávarútvegi haldi að sér höndum í fjárfestingum. Eins og áður sagði er það nefnilega fyrirsjáanleiki sem tryggir að aðilar taki áhættu og fjárfesti til lengri tíma. Það gera þeir ekki skjálfandi á beinunum vegna þess sem koma skal. Fjárfestingar skipta öllu máli Samdráttur í fjárfestingum er raunar aðkallandi áhyggjuefni. Miðað við opinberar tölur hefur fjárfesting í fiskveiðum einmitt dregist töluvert saman umliðin tvö ár. Með hliðsjón af aldri skipaflota hafa SFS metið að fjárfesting í fiskiskipum megi ekki vera minni en um 20 milljarðar króna ár hvert. Takist það er endurnýjun skipaflotans í nokkuð eðlilegum takti, olíunotkun verður minni, gæði afla meiri og öryggi sjómanna tryggara. Verðmætasköpun verður þannig meiri fyrir vikið. Fjárfesting liðinna tveggja ára er hvergi nærri þessum 20 milljörðum króna, líkt og greina má af mynd. Vafalaust eru nokkrir samverkandi þættir þar að baki. Má þar helst nefna verri afkomu og horfur, auk verulegrar réttaróvissu sem skapaðist í tíð fyrri ríkisstjórnar þegar endurskoða átti alla löggjöf sjávarútvegs í einu vetfangi. Og næstu tvö ár hið minnsta verða að líkindum áþekk. Aðeins tvö stærri skip eru í smíðum og munu koma inn í flotann í árunum 2025 og 2026; annað þeirra kemur til Hafnar í Hornafirði á þessu ári og hitt til Ísafjarðar á næsta ári. Þótt þetta séu að sönnu ánægjuleg tíðindi, þá er þetta ekki burðug endurnýjun þegar litið er til skipaflotans í heild og aldurs hans. Í þessu ljósi sérstaklega er þeim mun mikilvægara að stjórnvöld hafi skilning á því að óvissa og lítill fyrirsjáanleiki munu aðeins gera snúna stöðu verri. Stöðnun í fjárfestingum í skipum leiðir til þess að verðmætasköpun til lengri tíma verður minni, markmiðum í loftslagsmálum verður síður náð og framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og lífskjara okkar allra verður þar með minna. Þarf að auka óvissuna? Undanfarna daga hafa nokkur skip leitað að loðnu við Ísland. Það getur skipt þjóðarbúið tugum milljarða að loðna finnist. Þetta er náttúruleg óvissa og eitthvað sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa þurft að fást við alla tíð. Hjá henni verður ekki komist. Fleiri mætti telja til; sýkingu í síldarstofninum, horfinn humar, verulegan samdrátt í karfa og óvissu um göngu makríls inn í íslenska lögsögu. Við bætist viðkvæm staða í alþjóðamálum, sem sannarlega getur og hefur haft áhrif á afkomu fyrirtækja. Óvissa er því næg í íslenskum sjávarútvegi og við henni þarf að bregðast á hverjum tíma. Sjávarútvegur skelfur ekki á beinunum vegna orðagjálfurs. Hann einfaldlega tekst á við það sem að höndum ber hverju sinni, eins og hann hefur alltaf gert. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að sjávarútvegur er grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og ein styrkasta stoð efnahagslegrar hagsældar. Það er því ekki gæfulegt að bæta enn við óvissu með augljósri óvild og hótunum sem eingöngu eru til þess fallnar að valda tjóni. Svona tal skaðar ekki bara sjávarútveg og fólkið sem þar starfar, heldur veldur það beinum þjóðhagslegum skaða. Það getur varla verið markmið nokkurrar ríkisstjórnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun