Tímamótadómur yfir Baldri Guðlaugssyni 8. apríl 2011 05:00 Baldur var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Fyrrverandi ráðherra sagði hann líklega valdamesta manninn í ríkisstjórninni. Fréttablaðið/gva Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira