Innlent

Amast ekki við eftirliti í klefum

Mynd/GVA
Ekki er ástæða til að gera athugasemdir við notkun eftirlitsmyndavéla í fangaklefum sem nýttir eru til að vista handtekna menn í stuttan tíma að mati Persónuverndar.

 

Fram kemur í áliti stofnunarinnar að tilgangurinn með vöktun klefanna sé að koma í veg fyrir að fólk vinni sjálfu sér mein sökum ölvunar eða vímuefnaneyslu. Klefarnir séu aðeins ætlaðir til vistunar í minna en sólarhring, og því sé ekki ástæða til að amast við vöktuninni. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×