Innlent

Örlagaríkt einkanúmer

Einkanúmer Sverris hefur reynst örlagavaldur í lífi hans.fréttablaðið/GVA
Einkanúmer Sverris hefur reynst örlagavaldur í lífi hans.fréttablaðið/GVA
„Þegar ég var á sjó í gamla daga kölluðu strákarnir mig Svera, til að stytta nafnið,“ segir Sverrir Arnar Baldursson, en hann keyrir um bæinn á Volvo með einkanúmerið SVERI.

Númeraplatan hefur reynst örlagavaldur í lífi Sverris. Hann stofnaði fyrirtækið Sveri ehf. fyrir tveimur árum, en það starfar í fæðubótarefnabransanum. Hann valdi númeraplötuna þó ekki sjálfur.

 

„Fyrir svona átta árum setti ég bílinn á verkstæði og þegar ég sótti hann var konan mín búin að láta setja númerið á,“ segir Sverrir og bætir við að svipurinn á þeim Svera hafi verið furðulegur þegar bíllinn rann út með nýrri númeraplötu. „Svo fæ ég augnagotur frá konunum, en þetta getur þýtt ýmislegt hjá þeim.“

 

Annar prótínáhugamaður, vöðvatröllið Egill Einarsson, er með einkanúmerið Þykki. Hann fékk númeraplötuna í útskriftargjöf frá félögum sínum, sem beittu svipaðri aðferð og kona Sverris. Sverrir segist þó hafa heyrt að sá Þykki hafi frekar viljað vera sá Sveri, en Sverrir á númeraplötuna og nafnið skuldlaust. „Ég á einkarétt á Svera,“ segir hann léttur.

Sverrir hyggst markaðssetja sérstök Svera-fæðubótarefni fyrir þá sem vilja byggja upp mikinn vöðvamassa, en býður einnig upp á hefðbundin efni fyrir þá sem kjósa að vera rýrari.

 

En ert þú sjálfur að rífa í lóð? „Já. Maður verður að vera með í þessu ef maður ætlar að kynna efnin. Ég má ekki vera spikaður eða grindhoraður ef ég ætla að reyna að selja einhverjum fæðubótarefni,“ segir Sverrir Sveri og hlær.- afb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×