Hef alltaf verið með góðu fólki 16. apríl 2011 06:00 Jenna Jensdóttir „Ég var alltaf að skrifa, ég var alltaf að hugsa og ég var alltaf hamingjusöm.” Fréttablaðið/Anton Mér hefur alltaf gengið hálf illa að taka á móti verðlaunum, þá fer ég að hugsa um það sem miður fer. En auðvitað hef ég glaðst, og ég gladdist yfir verðlaununum ykkar,“ segir Jenna Jensdóttir þegar hún tekur á móti blaðamanni Fréttablaðsins. Jenna, sem er 92 ára gömul, skrifaði fjölmargar bækur á löngum rithöfundarferli. Samhliða sinnti hún kennslustörfum og fyrir ævistarf sitt er hún heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í ár. Hún segist þakklát fyrir að vera enn ern. „Ég er voðalega hamingjusöm að hafa vitundina, ef maður hefur vitundina þá er maður maður, þó að fæturnir séu farnir að bila,“ segir Jenna, sem lætur sig ekki muna um að hella upp á fyrirtaks kaffi fyrir gestkomandi. Jenna er fædd á bænum Læk í Dýrafirði og þar segist hún hafa verið farin að segja sögur á unga aldri. „Mér er sagt að þegar ég var fimm ára hafi ég farið út í fjós með mér eldra fólki og alltaf verið að segja sögur. Þegar ég var sextán ára höfðu nokkrar þeirra birst í Unga Íslandi, það var vinur foreldra minna Gunnar M. Magnús sem tók þær suður fyrir mig,“ segir Jenna og rifjar upp eina sögu sem vinir hennar á handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar færðu henni til lestrar fyrir skömmu. „Hún hét Ranglæti, og á ég að segja þér hvert það var? Þannig var að við systurnar vorum að þrífa litla torfbæinn heima, við vorum tólf ára, þá kemur bróðir minn sem var ári eldri og fékk að fara á skónum inn, og er ekki ávítaður. Hitt var það að það var byrjað að selja hesta til útlanda á þessum tíma og pabbi lætur tvo hesta. Það hafði óskapleg áhrif á mig og ég velti því fyrir mér í sögunni hvort fólk verði hamingjusamt að fá pening fyrir hest,“ segir Jenna og hlær þegar hún rifjar upp þessar hugleiðingar unglingsstúlku um ranglæti. Amma hvatti mig til dáðaSpurð hvort hún hafi verið hvött til skrifta segir Jenna að amma hennar og alnafna hafi alltaf hvatt hana til dáða. „Amma mín sem ég elskaði mjög mikið hafði mikil áhrif á mig. Hún studdi mig óskaplega mikið til skrifta. Hún sagði mennt er máttur og sagði mér að ef ég kæmist í það ætti ég að fara út í heiminn. Og ég fór niður að sjónum og horfði á hafið og víðáttuna og hugsaði með mér að ég yrði að komast að því hvað væri að finna í heiminum. Amma tók í nefið og hún sagði eitt sinn við mig: Sjáðu ég get ekki hætt þessu og hún ráðlagði mér að láta aldrei neitt ráða svona yfir mér. Ég er ekki fanatísk á áfengi en ég hef varla bragðað það. Ég hef nefnilega alltaf hugsað um vitund mína,“ segir Jenna. Þegar Jenna var sextán ára knúði sorgin dyra á heimili hennar þegar móðir hennar veiktist af krabbameini. „Þá var ekki lengur pláss fyrir okkur öll á heimilinu. Tvíburasystir mín, Áslaug, var farin að líta hýru auga til sonar óðalsbóndans á Núpi og hana langaði ekki að heiman, en ég fór bara.“ Fyrsti áfangastaður Jennu var Stykkishólmur. „Fyrst var ég vinnukona í Stykkishólmi og svo fór ég til Reykjavíkur. Ég átti ekki mikið en ég hef alltaf verið með góðu fólki. Ég var alltaf að skrifa, ég var alltaf að hugsa og ég var alltaf hamingjusöm. Ég hef alltaf vitað að andlega þjáning er meiri en líkamleg en reynt að vinna úr henni með því að finna það góða í veröldinni og gleðjast,“ segir Jenna. Vann á daginn og las á nóttunniKomin til Reykjavíkur kepptist Jenna við til að komast inn í Kennaraskólann. „Ég leigði mér herbergi en vann fyrir mér með þrifum. Og einmitt dagana sem prófið var þá var verið að gera hreint, svo ég vann allan daginn og las á nóttinni. Ég var neðst á prófinu, en ég komst inn. En svo hætti ég í Kennaraskólanum því maðurinn minn var einu ári á undan mér og hann fór til Akureyrar og stofnaði það sem kallað var smábarnaskóli fyrir fjögurra, fimm og sex ára börn. Ég fór með honum þó að ég ætti eitt ár eftir. Sjáðu hvað tímarnir hafa breyst, mér þótti svo sjálfsagt að fara með honum þó að ég væri búin að þræla fyrir þessu námi. En prófið tók ég mörgum árum seinna,” segir Jenna sem vegna anna við kennslu kom sér upp ákveðnu vinnulagi við skriftir. „Þegar við fluttum norður þá töluðum við um að ég héldi áfram að skrifa og fengi til þess tíma. En annirnar kalla og ég fór að kenna og í framhaldinu fór ég að skrifa milli fimm og hálfátta á morgnana, og nú bý ég að því. Ég fer alltaf á fætur um sex og skrifa. Ég er mjög léttsvæf og ef að liggur eitthvað í huga mér þá verð ég að leyfa því að koma út. Sérstaklega ef að ljóðin koma til mín,“ segir Jenna sem er þekktust fyrir barnabókaskrif sín. Öddu-bækurnar eru hennar þekktustu verk en Jenna sem var skrifuð fyrir þeim ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni. Hún segir þau þó alltaf hafa skrifað í sitthvoru lagi. „Ég skrifaði Öddu bækurnar fyrstar, handskrifaði þær og fjölritaði í 30 eintökum. Svo létum við krakkana í skólanum fá þetta til að lesa. Svo ákváðum við og það var með fullri vitund minni og gleði að setja á bækurnar þegar þær voru gefnar út bæði nöfnin. Við hugsuðum sem svo að skólinn yrði kynntari við það. En við skrifuðum alltaf út af fyrir okkur þó að nöfn okkar beggja væru á öllum bókum. Ég get nefnt til dæmis að bókina Sumar í sveit skrifaði maðurinn minn einn.“ Andleg auðlegð nauðsynlegJenna og Hreiðar fluttu suður árið 1963. „Við fórum bæði að kenna í Langholtsskóla, þar var ég í 21 ár. Ég kunni best við mig hjá fjórtán, fimmtán og sextán ára börnum en ég kenndi á öllum stigum. Mér féll þessi aldur best því að þessi börn eru að vakna til þess að verða fullorðin. Ég verð að nefna að ég var stundum óánægð með hvað þjóðfélagið lagði á börnin. Mér fannst svo mikið fara fyrir því að eignast veraldleg auðævi, börnin biðu hnekki við það. Ég fann líka hið góða í manneskjunum og hef aldrei hitt foreldri sem ekki vildi barninu sínu það besta, en fólk réði ekki við þjóðfélagið. Það er ríkt í okkur Íslendingum það sama og er ríkt í litla bróður þegar hann sér stóra bróður, ég veit að þú skilur hvað ég á við,” segir Jenna og brosir. Andleg verðmæti skipta hana meiru en veraldleg og þau telur hún gagnast börnum best. „Að alast upp á heimili þar sem er andleg auðlegð, ég held að það sé nauðsynlegast öllu.“ Sjálf á Jenna tvo syni, Stefán og Ástráð. „Þeir sögðu synir mínir að þeir vissu ekki hvernig þeir ólust upp. Maður ávítaði þá ekki en reyndi að kenna þeim. Það er óskaplega kært á milli okkar, þeir bjóða mér góða nótt á hverjum degi og vaka yfir mér. Ekki bara þeir heldur barnabörnin og barnabarnabörnin. Ástráður á fimm börn og Stefán þrjú. Þetta er allt svo nálægt mér og gott við mig. Þegar við tölum saman þá tölum við um mannlífið og þjóðlífið. Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm. Amma mín sagði við mig; Sofnaðu sátt að kvöld og þegar þú vaknar hugsaðu þá: Til hvers hlakka ég í dag? Mér hefur tekist að gera þetta. Ég hef ekki orðið reið þó að þjáningu hafi borið að höndum heldur hugsað að við verðum að gleðjast yfir því sem hægt er,“ segir Jenna sem segir réttsýni, kærleika og heilindi það mikilvægasta í lífinu. „Ég man að ég skrökvaði einu sinni að ömmu minni, hún varð hrygg og sagði að þegar maður hefði skrökvað einu sinni þá væri hætta á því að maður gerði það aftur. „Og það á eftir að valda þér svo miklum vandræðum en ef þú segir sannleikann þá veldur hann þér ekki vandræðum því hann rekur sig sjálfur,“ sagði hún við mig,“ rifjar Jenna upp. Og bætir við að markmið allra hljóti að verða vandaður maður. „Ef maður er vandaður maður á jörðinni þá er það það besta,“ segir Jenna að lokum. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Mér hefur alltaf gengið hálf illa að taka á móti verðlaunum, þá fer ég að hugsa um það sem miður fer. En auðvitað hef ég glaðst, og ég gladdist yfir verðlaununum ykkar,“ segir Jenna Jensdóttir þegar hún tekur á móti blaðamanni Fréttablaðsins. Jenna, sem er 92 ára gömul, skrifaði fjölmargar bækur á löngum rithöfundarferli. Samhliða sinnti hún kennslustörfum og fyrir ævistarf sitt er hún heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í ár. Hún segist þakklát fyrir að vera enn ern. „Ég er voðalega hamingjusöm að hafa vitundina, ef maður hefur vitundina þá er maður maður, þó að fæturnir séu farnir að bila,“ segir Jenna, sem lætur sig ekki muna um að hella upp á fyrirtaks kaffi fyrir gestkomandi. Jenna er fædd á bænum Læk í Dýrafirði og þar segist hún hafa verið farin að segja sögur á unga aldri. „Mér er sagt að þegar ég var fimm ára hafi ég farið út í fjós með mér eldra fólki og alltaf verið að segja sögur. Þegar ég var sextán ára höfðu nokkrar þeirra birst í Unga Íslandi, það var vinur foreldra minna Gunnar M. Magnús sem tók þær suður fyrir mig,“ segir Jenna og rifjar upp eina sögu sem vinir hennar á handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar færðu henni til lestrar fyrir skömmu. „Hún hét Ranglæti, og á ég að segja þér hvert það var? Þannig var að við systurnar vorum að þrífa litla torfbæinn heima, við vorum tólf ára, þá kemur bróðir minn sem var ári eldri og fékk að fara á skónum inn, og er ekki ávítaður. Hitt var það að það var byrjað að selja hesta til útlanda á þessum tíma og pabbi lætur tvo hesta. Það hafði óskapleg áhrif á mig og ég velti því fyrir mér í sögunni hvort fólk verði hamingjusamt að fá pening fyrir hest,“ segir Jenna og hlær þegar hún rifjar upp þessar hugleiðingar unglingsstúlku um ranglæti. Amma hvatti mig til dáðaSpurð hvort hún hafi verið hvött til skrifta segir Jenna að amma hennar og alnafna hafi alltaf hvatt hana til dáða. „Amma mín sem ég elskaði mjög mikið hafði mikil áhrif á mig. Hún studdi mig óskaplega mikið til skrifta. Hún sagði mennt er máttur og sagði mér að ef ég kæmist í það ætti ég að fara út í heiminn. Og ég fór niður að sjónum og horfði á hafið og víðáttuna og hugsaði með mér að ég yrði að komast að því hvað væri að finna í heiminum. Amma tók í nefið og hún sagði eitt sinn við mig: Sjáðu ég get ekki hætt þessu og hún ráðlagði mér að láta aldrei neitt ráða svona yfir mér. Ég er ekki fanatísk á áfengi en ég hef varla bragðað það. Ég hef nefnilega alltaf hugsað um vitund mína,“ segir Jenna. Þegar Jenna var sextán ára knúði sorgin dyra á heimili hennar þegar móðir hennar veiktist af krabbameini. „Þá var ekki lengur pláss fyrir okkur öll á heimilinu. Tvíburasystir mín, Áslaug, var farin að líta hýru auga til sonar óðalsbóndans á Núpi og hana langaði ekki að heiman, en ég fór bara.“ Fyrsti áfangastaður Jennu var Stykkishólmur. „Fyrst var ég vinnukona í Stykkishólmi og svo fór ég til Reykjavíkur. Ég átti ekki mikið en ég hef alltaf verið með góðu fólki. Ég var alltaf að skrifa, ég var alltaf að hugsa og ég var alltaf hamingjusöm. Ég hef alltaf vitað að andlega þjáning er meiri en líkamleg en reynt að vinna úr henni með því að finna það góða í veröldinni og gleðjast,“ segir Jenna. Vann á daginn og las á nóttunniKomin til Reykjavíkur kepptist Jenna við til að komast inn í Kennaraskólann. „Ég leigði mér herbergi en vann fyrir mér með þrifum. Og einmitt dagana sem prófið var þá var verið að gera hreint, svo ég vann allan daginn og las á nóttinni. Ég var neðst á prófinu, en ég komst inn. En svo hætti ég í Kennaraskólanum því maðurinn minn var einu ári á undan mér og hann fór til Akureyrar og stofnaði það sem kallað var smábarnaskóli fyrir fjögurra, fimm og sex ára börn. Ég fór með honum þó að ég ætti eitt ár eftir. Sjáðu hvað tímarnir hafa breyst, mér þótti svo sjálfsagt að fara með honum þó að ég væri búin að þræla fyrir þessu námi. En prófið tók ég mörgum árum seinna,” segir Jenna sem vegna anna við kennslu kom sér upp ákveðnu vinnulagi við skriftir. „Þegar við fluttum norður þá töluðum við um að ég héldi áfram að skrifa og fengi til þess tíma. En annirnar kalla og ég fór að kenna og í framhaldinu fór ég að skrifa milli fimm og hálfátta á morgnana, og nú bý ég að því. Ég fer alltaf á fætur um sex og skrifa. Ég er mjög léttsvæf og ef að liggur eitthvað í huga mér þá verð ég að leyfa því að koma út. Sérstaklega ef að ljóðin koma til mín,“ segir Jenna sem er þekktust fyrir barnabókaskrif sín. Öddu-bækurnar eru hennar þekktustu verk en Jenna sem var skrifuð fyrir þeim ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni. Hún segir þau þó alltaf hafa skrifað í sitthvoru lagi. „Ég skrifaði Öddu bækurnar fyrstar, handskrifaði þær og fjölritaði í 30 eintökum. Svo létum við krakkana í skólanum fá þetta til að lesa. Svo ákváðum við og það var með fullri vitund minni og gleði að setja á bækurnar þegar þær voru gefnar út bæði nöfnin. Við hugsuðum sem svo að skólinn yrði kynntari við það. En við skrifuðum alltaf út af fyrir okkur þó að nöfn okkar beggja væru á öllum bókum. Ég get nefnt til dæmis að bókina Sumar í sveit skrifaði maðurinn minn einn.“ Andleg auðlegð nauðsynlegJenna og Hreiðar fluttu suður árið 1963. „Við fórum bæði að kenna í Langholtsskóla, þar var ég í 21 ár. Ég kunni best við mig hjá fjórtán, fimmtán og sextán ára börnum en ég kenndi á öllum stigum. Mér féll þessi aldur best því að þessi börn eru að vakna til þess að verða fullorðin. Ég verð að nefna að ég var stundum óánægð með hvað þjóðfélagið lagði á börnin. Mér fannst svo mikið fara fyrir því að eignast veraldleg auðævi, börnin biðu hnekki við það. Ég fann líka hið góða í manneskjunum og hef aldrei hitt foreldri sem ekki vildi barninu sínu það besta, en fólk réði ekki við þjóðfélagið. Það er ríkt í okkur Íslendingum það sama og er ríkt í litla bróður þegar hann sér stóra bróður, ég veit að þú skilur hvað ég á við,” segir Jenna og brosir. Andleg verðmæti skipta hana meiru en veraldleg og þau telur hún gagnast börnum best. „Að alast upp á heimili þar sem er andleg auðlegð, ég held að það sé nauðsynlegast öllu.“ Sjálf á Jenna tvo syni, Stefán og Ástráð. „Þeir sögðu synir mínir að þeir vissu ekki hvernig þeir ólust upp. Maður ávítaði þá ekki en reyndi að kenna þeim. Það er óskaplega kært á milli okkar, þeir bjóða mér góða nótt á hverjum degi og vaka yfir mér. Ekki bara þeir heldur barnabörnin og barnabarnabörnin. Ástráður á fimm börn og Stefán þrjú. Þetta er allt svo nálægt mér og gott við mig. Þegar við tölum saman þá tölum við um mannlífið og þjóðlífið. Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm. Amma mín sagði við mig; Sofnaðu sátt að kvöld og þegar þú vaknar hugsaðu þá: Til hvers hlakka ég í dag? Mér hefur tekist að gera þetta. Ég hef ekki orðið reið þó að þjáningu hafi borið að höndum heldur hugsað að við verðum að gleðjast yfir því sem hægt er,“ segir Jenna sem segir réttsýni, kærleika og heilindi það mikilvægasta í lífinu. „Ég man að ég skrökvaði einu sinni að ömmu minni, hún varð hrygg og sagði að þegar maður hefði skrökvað einu sinni þá væri hætta á því að maður gerði það aftur. „Og það á eftir að valda þér svo miklum vandræðum en ef þú segir sannleikann þá veldur hann þér ekki vandræðum því hann rekur sig sjálfur,“ sagði hún við mig,“ rifjar Jenna upp. Og bætir við að markmið allra hljóti að verða vandaður maður. „Ef maður er vandaður maður á jörðinni þá er það það besta,“ segir Jenna að lokum.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent