Erlent

Út að djamma eftir skírn

Friðrik krónprins og Mary Donaldson skírðu tvíburana sína Jósefínu og Vincent en fyrir eiga þau Ísabellu og Kristján.NordicPhotos/Getty
Friðrik krónprins og Mary Donaldson skírðu tvíburana sína Jósefínu og Vincent en fyrir eiga þau Ísabellu og Kristján.NordicPhotos/Getty
Svo virðist sem djammmyndir af Friðriki krónprins hafi verið blásnar upp af dönskum fjölmiðlum. Því var haldið fram að Friðrik hefði sýnt óþekktri blondínu sérstök vinahót á skemmtistaðnum Simon undir taktföstum takti lagsins Rhythm of the Night. Allt virðist hins vegar vera fallið í ljúfa löð hjá konungsfjölskyldunni ef marka má samheldnina í kringum skírnina á fimmtudag því öll fóru þau út að skemmta sér um kvöldið.

Danska þjóðin beið spennt eftir að heyra hvaða nöfn yrðu fyrir valinu þegar tvíburarnir voru færðir til skírnar. Jósefína og Vincent urðu fyrir valinu en danskir blaðamenn vildu endilega fá að vita hver væri sagan á bak við Vincent, það virtist í það minnsta koma flestum á óvart. „Vincent er mjög sterkt nafn og þýðir sá sigursæli," sagði Friðrik við blaðamannastóðið sem beið spennt yfir hinum stolta ríkiserfingja.

Eftir hefðbundin veisluhöld, kökur og kaffi, var farið að húma að kveldi og konungshersingin vildi endilega gera sér glaðan dag. Þrír stórir og svartir bílar voru því keyrðir upp að Amalíuborg og aðalsfólkið keyrt niður á skemmtistaðinn Simon. Með í för voru meðal annars faðir Mary og stjúpmamma hennar, bróðir Friðriks, Jóakim, og nánir vinir hjónanna. - fgg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×