Pistillinn: Að skora á sjálfan sig Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 16. apríl 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona. Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt! Innlendar Pistillinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Sjá meira
Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Sjá meira