Erlent

Treysta á eftirlitsmyndavélar

Enn engu nær Lögregla hefur enn engan grunaðan um morð á hjónum við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum. NordicPhotos/Getty
Enn engu nær Lögregla hefur enn engan grunaðan um morð á hjónum við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum. NordicPhotos/Getty
Lögreglan á Fjóni er enn engu nær um þann sem myrti hjónin Bjarne Johansen og Heidi Nielsen í skógi við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum, en vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavélum komi þeim á sporið.

Fjölmargar kenningar hafa verið á lofti um hvatir gerningsmannsins, sem skaut hjónin til bana þar sem þau voru á kvöldgöngu. Fram til þessa hefur lögregla útilokað að um ránmorð eða hefndaraðgerð sé að ræða og segir Jack Liedecke, talsmaður lögreglunnar, í samtali við Jyllands Posten að líklegast þyki að þau hafi verið stödd á röngum stað á röngum tíma.

„Þau voru þarna á gönguferð eins og svo oft áður og komu kannski að gerningsmanninum sem var vopnaður skammbyssu. Þannig séð hefði þetta getað komið fyrir hvern sem er.“

Samkvæmt fréttum í dönskum miðlum reiðir lögregla sig nú á að finna vísbendingar í eftirlitsmyndavélum í verslunum og fyrirtækjum í nágrenni morðvettvangsins. Eru vonir bundnar við að gerningsmaðurinn komi jafnvel þar í ljós.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×