Sauber Formúlu 1 liðið sendi frá sér fréttatilkynningu vegna óhapps Formúlu 1 ökumannsins Sergio Perez í tímatökunni í Mónakó í dag. Perez var fluttur á Princess Grace spítalann í Mónakó eftir að hann skall harkalega á varnarvegg í brautinni.
Læknar greindu Perez með heilahristing og hann tognaði einnig á læri. Bíll Perez snerist í brautinni eftir að hann kom á mikilli ferð út úr undirgögnunum í Mónakó.
Perez skall fyrst á vegriði og rann síðan stjórnalaust eftir brautinni og endaði harkalega á hliðarskriði á sérstökum varnarvegg undir lok tímatökunnar. Tók langan tíma að huga að Perez og tímatakan tafðist verulega á meðan hann var fjarlægður út bílnum og síðan fluttur á spítala með sjúkrabíl.
Perez tognaður og með heilahristing

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn




Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti
