Erlent

SÞ flytur starfsfólk frá Trípólí

Stuðningsmenn Gadaffis mótmæla fyrir utan hús leiðtogans sem sprengt var í árás NATO. Sonur Gadaffis var drepinn í árásinni. nordicphotos/afp
Stuðningsmenn Gadaffis mótmæla fyrir utan hús leiðtogans sem sprengt var í árás NATO. Sonur Gadaffis var drepinn í árásinni. nordicphotos/afp
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ákváðu í gær að flytja allt alþjóðlegt starfslið sitt á brott frá Trípólí, höfuðborg Líbíu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að hópur fólks réðist á skrifstofur SÞ og erlend sendiráð í borginni. Ástæðan mun hafa verið þær fréttir að sonur Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga hefði verið drepinn í loftárás NATO.

Í samtali við breska ríkisútvarpið (BBC) sagði starfsmaður SÞ að sú ákvörðun að flytja starfsliðið á brott verði endurskoðuð í næstu viku. Einnig að Líbísk yfirvöld hefðu beðist afsökunar á árásinni á skrifstofu SÞ og kennt „reiðum múg“ um skemmdarverkin.

Í frétt BBC segir einnig að breska sendiráðið í Trípóli hafi verið brennt til grunna. Bresk yfirvöld hafi vísað sendiherra Líbíu úr landi í kjölfar árásarinnar. Þá hafa ítölsku yfirvöld fordæmt árásina sem gerð var á sendiráð þjóðarinnar í Trípóli.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×