Erlent

Ómeðvitaðir um hætturnar

Kínverjar munu enn mega reykja í vinnunni. nordicphotos/AFP
Kínverjar munu enn mega reykja í vinnunni. nordicphotos/AFP
Reykingabann hefur tekið gildi í Kína. Markmið bannsins er að draga úr dauðsföllum sem rekja má til reykinga. Ekki er leyfilegt að reykja á veitingastöðum, hótelum, lestarstöðvum og í leikhúsum en þó verður áfram leyfilegt að reykja á vinnustöðum. Bannið hefur sætt gagnrýni því engin refsing er við broti á því og þess vegna talið ólíklegt að banninu verði fylgt eftir. Mikill fjöldi Kínverja virðist alveg ómeðvitaður um þær hættur sem stafa af reykingum og aðeins einn af hverjum fjórum þekkir slæm áhrif óbeinna reykinga.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×