Erlent

Fimm handteknir við Sellafield

Kjarnorkuverið í Sellafield var fyrsta breska kjarnorkuverið. Það framleiðir nú eldsneyti fyrir önnur kjarnorkuver og vinnur úr kjarnorkuúrgangi. Nordicphotos/Getty
Kjarnorkuverið í Sellafield var fyrsta breska kjarnorkuverið. Það framleiðir nú eldsneyti fyrir önnur kjarnorkuver og vinnur úr kjarnorkuúrgangi. Nordicphotos/Getty
Fimm menn voru handteknir við kjarnorkuverið Sellafield í Bretlandi á mánudag grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Samkvæmt heimildum AP-fréttaveitunnar eru mennirnir allir á þrítugsaldri og frá London, en þeir munu vera ættaðir frá Asíu.

Mennirnir voru handteknir með vísun í hryðjuverkalög sem heimila breskum stjórnvöldum að halda mönnum sem grunaðir eru um að skipuleggja hryðjuverk. Lögreglan vildi ekki staðfesta þær fréttir breskra fjölmiðla að mennirnir hefðu verið að taka ljósmyndir þegar þeir hefðu verið handteknir.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar ættu að vera á varðbergi næstu vikurnar vegna mögulegra hefndarárása í kjölfar þess að bandarískir sérsveitarmenn skutu Osama bin Laden til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×