Erlent

ESB fær að tala máli ríkjanna

Evrópusambandið fær að senda fulltrúa á allsherjarþingið. nordicphotos/AFP
Evrópusambandið fær að senda fulltrúa á allsherjarþingið. nordicphotos/AFP
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að veita Evrópusambandinu rétt til að tala máli allra 27 aðildarríkjanna á vettvangi þingsins.

Þetta var samþykkt með 180 atkvæðum án mótatkvæða en tvö ríki, Simbabve og Sýrland, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Evrópusambandið fær þó aðeins að vera áheyrnarfulltrúi með málflutningsrétt, en getur ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×