Erlent

Segist ekki fara lengra til hægri

Stephen Harper
Stephen Harper
„Við fengum umboðið vegna þess hvernig við höfum stjórnað Kanada og Kanadamenn reikna með því að við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Íhaldsflokksins, eftir að úrslit þingkosninga á mánudag voru ljós.

Minnihlutastjórn Harpers er nú komin með meirihlutastuðning á þingi, en Harper lofar því að nota þann meirihluta ekki til að fara ennþá lengra til hægri en hann hefur gert undanfarin misseri.

Meðal annars fullvissaði hann vinstrimenn um að ekki yrði hróflað við almannatryggingum.

Harper hefur verið við völd síðan 2006 en ekki haft meirihlutastuðning á þinginu fyrr en nú, þegar flokkur hans er kominn með 167 þingsæti af 208.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×