Handbolti

Atli: Ég er stoltur af strákunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, í baráttunni í gær.
Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, í baráttunni í gær. Fréttablaðið/HAG
„Þetta er mjög sárt. Sérstaklega þar sem við vorum alltaf inni í leiknum og mér fannst við síst vera lakara liðið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, og vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti hans.

Atli vann deildarmeistaratitilinn með Akureyri í vetur, fór með liðið í bikarúrslit og síðan í úrslit á Íslandsmótinu. Deildarmeistaratitillinn var fyrsti titill Akureyringa.

„Ég óska FH-ingum til hamingju. Þeir eru með flott lið og vel að þessu komnir. Ég er samt hrikalega stoltur af mínum strákum og því sem við gerðum í vetur. Ég á eftir að vera stoltur af því lengi. Því miður dugði það ekki alveg til en það munaði litlu. Mér fannst þessi rimma hafa getað farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Atli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×