Erlent

Taldir vera sekir um stríðsglæpi

Luis Moreno-Ocampo hefur enn ekki nafngreint Líbíumennina þrjá sem hann vill láta handtaka fyrir glæpi gegn mannkyni. nordicphotos/AFP
Luis Moreno-Ocampo hefur enn ekki nafngreint Líbíumennina þrjá sem hann vill láta handtaka fyrir glæpi gegn mannkyni. nordicphotos/AFP
Saksóknarar Alþjóðlega sakadómstólsins í Haag óska eftir því að handtökubeiðni verði gefin út á hendur þremur Líbíumönnum vegna glæpa gegn mannkyni.

Luis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari dómstólsins, sagði rannsóknir dómstólsins hafa leitt af sér rökstuddan grun um að umfangsmiklar og skipulagðar árásir hefðu verið gerðar á almenna borgara í Líbíu. Öryggissveitir Múammars Gaddafís Líbíuleiðtoga hefðu staðið fyrir þessum árásum. Saksóknarinn nafngreindi ekki þá þrjá einstaklinga sem hann sagði líklega bera mesta ábyrgð á þessum glæpum. Hann sagðist þó ætla að nafngreina þá þegar hann legði ósk sína um handtökubeiðni fyrir úrskurðarnefnd dómstólsins.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum 26. febrúar að fela dómstólnum í Haag að hefja rannsókn á því hvort stríðsglæpir hefðu verið framdir í Líbíu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×