Erlent

Óttast um líf níu í námunni

Fjölskyldur mannanna sem enn er saknað bíða nú milli vonar og ótta við námuna. Fréttablaðið/AP
Fjölskyldur mannanna sem enn er saknað bíða nú milli vonar og ótta við námuna. Fréttablaðið/AP
Fimm létust og níu er saknað eftir gassprengingu í kolanámu í Coahuila-héraði í Mexíkó á þriðjudag. Sprengingin var gríðarlega öflug og eru litlar líkur taldar á því að þeir níu sem enn er saknað finnist á lífi.

Yfirvöld höfðu þegar óskað eftir aðstoð frá sérfræðingum frá Síle sem tókst að bjarga 33 námaverkamönnum á lífi í október. Fjórir sérfræðingar eru væntalegir á vettvang, en ólíklegt er talið að sú aðstoð komi að gagni.

Verkalýðsfélag námuverkamanna í Mexíkó hefur gagnrýnt harðlega aðstæður og öryggismál í kolanámum í landinu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×