Innlent

Ráðherra vill gjörgæslu á skipaumferð

Ural Star Þetta risaolíuskip var aðeins tuttugu mílur frá landi með yfir 100 þúsund tonn af olíu í lok árs 2009. Þetta skip er þó mun minna en þau stærstu.mynd/lhg
Ural Star Þetta risaolíuskip var aðeins tuttugu mílur frá landi með yfir 100 þúsund tonn af olíu í lok árs 2009. Þetta skip er þó mun minna en þau stærstu.mynd/lhg
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á dögunum tillögur að auknu samstarfi stofnana og ráðuneyta vegna vaxandi siglinga á Norðurslóðum. Þörf er talin á auknu eftirliti með skipaumferð og viðbúnaði við hugsanlegri mengun vegna aukinna umsvifa og siglinga.

Meðal aðgerða sem umhverfisráðuneytið leggur til eru að gerður verði samstarfssamningur um aðkomu Umhverfisstofnunar, Siglingastofnunar og Landhelgisgæslunnar að óhöppum á sjó. Eins að reglugerð um viðbrögð við bráðamengun verði endurskoðuð og reglulegir samráðsfundir helstu ráðuneyta og stofnana um málefnið verði haldnir. Þá vill ráðuneytið að gerð verði viðbragðsáætlun vegna óhappa skipa sem flytja kjarnorkuúrgang; að gert verði átak til að staðfesta veigamikla alþjóðlega samninga á þessu sviði og að kannaður verði fýsileiki þess að skilgreina fleiri siglingaleiðir hér við land til að beina umferð skipa með hættulegan farm fjær landi.

Þá hyggst ráðuneytið efla starf sitt innan Norðurskautsráðsins, sérstaklega hvað varðar vernd hafsins sem og innan Alþjóðasiglingastofnunarinnar (IMO). - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×