Stór hluti stjórnenda er á móti kynjakvóta 14. maí 2011 07:00 Ráðstefna um konur og karla Húsfyllir var í stóra ráðstefnusalnum á Hilton Reykjavík Nordica í gærmorgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem þar var haldin undir yfirskriftinni „Virkjum karla og konur til athafna“. Fréttablaðið/GVA Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira