Innlent

Króatíu verði hjálpað í ESB

Ísland, Króatía, Makedónía, Svartfjallaland og Tyrkland eru, formlega séð, næst því að fá aðild að ESB. Nordicphotos/getty
Ísland, Króatía, Makedónía, Svartfjallaland og Tyrkland eru, formlega séð, næst því að fá aðild að ESB. Nordicphotos/getty
Ýmis ríki Evrópusambandsins þrýsta nú á um að liðkað verði fyrir samningaviðræðum Króatíu og ESB svo landið geti klárað aðildarviðræður sínar í sumar.

Króatía sótti um aðild að ESB í febrúar 2003, en illa hefur gengið að ljúka við samningakafla um dómsmál, þar sem ESB gerir kröfur um umbætur til að draga úr spillingu. Einnig standa út af samkeppnis- og sjávarútvegsmál.

Þrýstingur til að flýta fyrir aðild mun meðal annars hafa borist frá Þýskalandi og Austurríki. En Hollendingar hafa farið fyrir hópi sem vill tryggja að Króatía uppfylli alveg þær kröfur sem gerðar eru til dómskerfa aðildarríkja.-kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×