Innlent

Úrskurðaður í gæsluvarðhald - áður verið dæmdur fyrir smygl

Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á ellefta tímanum í gær. Dómari féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglu.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á ellefta tímanum í gær. Dómari féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglu.
Maðurinn sem lögreglan handtók í gærmorgun sem er grunaður er um að hafa reynt að ráða konu sinni bana á heimili þeirra í Grafarholti í gærmorgun var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi. Maðurinn hefur áður fengið tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl.

Konan, sem er fædd árið 1967, lá þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi, að sögn læknis á deildinni.Líðan hennar hafði haldist nokkurn veginn óbreytt frá því að komið var með hana fyrir hádegi.

Að loknum yfirheyrslum í allan gærdag fór lögreglan fram á gæsluvarðhald yfir manninum til 30. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fallist var á kröfuna á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Maðurinn er fæddur árið 1950. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réðst hann á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund. Ekki fengust upplýsingar um aðdraganda árásarinnar.

Lögreglu var tilkynnt um málið undir hádegi og var maðurinn handtekinn í kjölfarið og fluttur á lögreglustöð. Sjúkraliðar endurlífguðu konuna á staðnum og hún var síðan flutt á bráðamóttöku.

Fólkið hefur verið í nokkurri óreglu, samkvæmt heimildum blaðsins. Maðurinn hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl um miðjan níunda áratuginn, í máli sem á þeim tíma vakti töluverða athygli. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×