Hugleiðing um tjáningarfrelsi Áslaug Thorlacius skrifar 17. maí 2011 09:45 Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun