Innlent

Þrýst á afsögn úr forstjórastóli

Fyrir dómara Strauss-Kahn á yfir höfði sér þungan dóm, verði hann fundinn sekur.mynd/nordicphotos/afp
Fyrir dómara Strauss-Kahn á yfir höfði sér þungan dóm, verði hann fundinn sekur.mynd/nordicphotos/afp
Þrýst er á Dominique Strauss-Kahn úr mörgum áttum um að stíga niður úr forstjórastóli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Fjármálaráðherra Austurríkis, María Fekter, hefur kallað eftir því að hann íhugi stöðu sína og stalla hennar frá Spáni, Elena Salgato, hefur lýst yfir stuðningi við stúlkuna sem Strauss-Kahn er sakaður um að hafa reynt að nauðga.

Strauss-Kahn situr nú í varðhaldi í hinu alræmda fangelsi á Rikers-eyju í New York en dómari féllst ekki á að honum yrði sleppt gegn tryggingu og fengi að dvelja hjá dóttur sinni í borginni. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×