Ísland á réttri leið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. maí 2011 07:00 Tölur um viðsnúning í afkomu ríkissjóðs frá árinu 2008 til ársins 2011 tala sínu máli. Halli ríkissjóðs árið 2008, eftir hrun efnahagskerfisins, varð bókfærður upp á 216 mia. kr. Á þessu ári er áætlaður halli samkvæmt fjárlögum komin undir 40 mia. kr. og frumjöfnuður orðinn jákvæður, þ.e. kominn er afgangur í ríkissjóð þegar horft er framhjá vaxtatekjum og vaxtagjöldum ríkissjóðs. Þessi kröftuga umbreyting, sem vakið hefur athygli utan landsteina, gerir ríkissjóði nú kleift að koma með myndarlegum hætti að gerð kjarasamninga. Svigrúmið sem myndast hefur í ríkisfjármálum á grunni ofangreinds árangurs gerir það mögulegt að hækka bótaflokka, efla framkvæmdir á vegum ríkisins, verðtryggja persónufrádrátt frá og með 2012, standa að baki kjarabótum til opinberra starfsmann og efla menntun, svo fátt eitt úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé nefnt. Hin erfiðu ár umfangsmikils niðurskurðar í ríkisfjármálum eru að baki og við tekur stíft aðhald. Vonir eru bundnar við að vöxtur hagkerfisins á þeim grunni, sem lagður hefur verið, geri okkur kleift að standa undir kjara- og velferðarsókn næstu ára og ná samtímis áframhaldandi árangri við að gera ríkisfjármálin sjálfbær. Því er þó ekki að leyna að tekjuáhrif, en einkum þó útgjaldaáhrif tengd kjarasamningum eru umtalsverð og því sætir nú efnahagsáætlun til meðallangs tíma endurskoðun. Það er jafnframt ánægjulegt að í apríl minnkaði atvinnuleysi um hálft prósentustig. Atvinnuleysi er þó enn of hátt miðað við það sem við þekkjum hér á landi en full ástæða er til að ætla að góðar horfur framundan um fjárfestingar í hagkerfinu taki nú að vinna á því böli. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við að reisa kísilflöguverksmiðju í Helguvík, stækkun í Straumsvík og bygging Búðarhálsvirkjunar er í fullum gangi. Fjölmargir fleiri aðilar hafa lýst yfir áhuga á að fjárfesta í stórum verkefnum hér á landi. Þess má geta að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á 80 mia kr. í Þingeyjarsýslum en fjárfestingar í heild á landinu eiga eftir, og þurfa auðvitað, að aukast verulega. Óbreytt lánshæfismat - varnarsigur Niðurstaða Standard & Poors og áður Moody´s um óbreytt lánshæfismat og ákvörðun Fitch um að færa lánshæfishorfur Íslands af neikvæðum í stöðugar má heita varnarsigur. Auðvitað hefði verið betra að lánshæfismatsfyrirtækin hefðu hækkað lánshæfismat landsins eins og þau gáfu sterklega til kynna að yrði gert ef samningar vegna Icesave hefðu verið samþykktir. En úr því að svo varð ekki er það tvímælalaust til bóta að lánshæfismatið lækkaði ekki. Varnarsigurinn er líka mikilvægur í samhengi kjarasamninga og væntanlegra fjárfestinga því forsenda margra þeirra verkefna sem ráðist verður í er lánsfjármögnun mikilvægra aðila á borð við Landsvirkjun. Neikvæðar horfur í lánamálum ríkisins hefði því getað haft áhrif á stöðu Landsvirkjunar og því afar mikilvægt að horfurnar séu stöðugar og helst batnandi. Á bak við þennan varnarsigur er líka mikil vinna við að koma á framfæri upplýsingum um raunverulega stöðu landsins – benda á undirliggjandi styrkleika hagkerfisins og vænlegar framtíðarhorfur. Niðurstaða matsfyrirtækjanna, hvað sem mönnum kann að finnast um þau, er staðfesting á því að umheimurinn er meðvitaður um að Ísland er smátt og smátt að sigrast á sínum miklu erfiðleikum. Svartagallsraus ýmissa aðila hér heima fyrir breytir ekki framkominni niðurstöðu þeirra heldur er litið til þess árangurs sem náðst hefur í glímunni við hrunið. Framanaf gekk bölsýnin út á að yfirvofandi væri greiðsluþrot landsins og til voru þeir sem vildu gefast upp og leita eftir inngöngu í Parísarklúbbinn. Sá kór hefur að mestu þagnað og meira en 1½ ár er liðið síðan að Ísland hvarf af lista yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að stefna í greiðsluþrot. Þó svo að Ísland standi enn frammi fyrir margvíslegum og erfiðum úrlausnarefnum er það versta óumdeilanlega að baki. Á komandi mánuðum munu margir finna fyrir því að hagkerfið er farið að taka við sér og róðurinn á ýmsan hátt tekinn að léttast. Um leið og við látum það almennt eftir okkur að trúa þessu munu miklir kraftar leysast úr læðingi. Það er komin tími til. Nú er það “samtakið”og trú á framtíðina sem gildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Sjá meira
Tölur um viðsnúning í afkomu ríkissjóðs frá árinu 2008 til ársins 2011 tala sínu máli. Halli ríkissjóðs árið 2008, eftir hrun efnahagskerfisins, varð bókfærður upp á 216 mia. kr. Á þessu ári er áætlaður halli samkvæmt fjárlögum komin undir 40 mia. kr. og frumjöfnuður orðinn jákvæður, þ.e. kominn er afgangur í ríkissjóð þegar horft er framhjá vaxtatekjum og vaxtagjöldum ríkissjóðs. Þessi kröftuga umbreyting, sem vakið hefur athygli utan landsteina, gerir ríkissjóði nú kleift að koma með myndarlegum hætti að gerð kjarasamninga. Svigrúmið sem myndast hefur í ríkisfjármálum á grunni ofangreinds árangurs gerir það mögulegt að hækka bótaflokka, efla framkvæmdir á vegum ríkisins, verðtryggja persónufrádrátt frá og með 2012, standa að baki kjarabótum til opinberra starfsmann og efla menntun, svo fátt eitt úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé nefnt. Hin erfiðu ár umfangsmikils niðurskurðar í ríkisfjármálum eru að baki og við tekur stíft aðhald. Vonir eru bundnar við að vöxtur hagkerfisins á þeim grunni, sem lagður hefur verið, geri okkur kleift að standa undir kjara- og velferðarsókn næstu ára og ná samtímis áframhaldandi árangri við að gera ríkisfjármálin sjálfbær. Því er þó ekki að leyna að tekjuáhrif, en einkum þó útgjaldaáhrif tengd kjarasamningum eru umtalsverð og því sætir nú efnahagsáætlun til meðallangs tíma endurskoðun. Það er jafnframt ánægjulegt að í apríl minnkaði atvinnuleysi um hálft prósentustig. Atvinnuleysi er þó enn of hátt miðað við það sem við þekkjum hér á landi en full ástæða er til að ætla að góðar horfur framundan um fjárfestingar í hagkerfinu taki nú að vinna á því böli. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við að reisa kísilflöguverksmiðju í Helguvík, stækkun í Straumsvík og bygging Búðarhálsvirkjunar er í fullum gangi. Fjölmargir fleiri aðilar hafa lýst yfir áhuga á að fjárfesta í stórum verkefnum hér á landi. Þess má geta að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á 80 mia kr. í Þingeyjarsýslum en fjárfestingar í heild á landinu eiga eftir, og þurfa auðvitað, að aukast verulega. Óbreytt lánshæfismat - varnarsigur Niðurstaða Standard & Poors og áður Moody´s um óbreytt lánshæfismat og ákvörðun Fitch um að færa lánshæfishorfur Íslands af neikvæðum í stöðugar má heita varnarsigur. Auðvitað hefði verið betra að lánshæfismatsfyrirtækin hefðu hækkað lánshæfismat landsins eins og þau gáfu sterklega til kynna að yrði gert ef samningar vegna Icesave hefðu verið samþykktir. En úr því að svo varð ekki er það tvímælalaust til bóta að lánshæfismatið lækkaði ekki. Varnarsigurinn er líka mikilvægur í samhengi kjarasamninga og væntanlegra fjárfestinga því forsenda margra þeirra verkefna sem ráðist verður í er lánsfjármögnun mikilvægra aðila á borð við Landsvirkjun. Neikvæðar horfur í lánamálum ríkisins hefði því getað haft áhrif á stöðu Landsvirkjunar og því afar mikilvægt að horfurnar séu stöðugar og helst batnandi. Á bak við þennan varnarsigur er líka mikil vinna við að koma á framfæri upplýsingum um raunverulega stöðu landsins – benda á undirliggjandi styrkleika hagkerfisins og vænlegar framtíðarhorfur. Niðurstaða matsfyrirtækjanna, hvað sem mönnum kann að finnast um þau, er staðfesting á því að umheimurinn er meðvitaður um að Ísland er smátt og smátt að sigrast á sínum miklu erfiðleikum. Svartagallsraus ýmissa aðila hér heima fyrir breytir ekki framkominni niðurstöðu þeirra heldur er litið til þess árangurs sem náðst hefur í glímunni við hrunið. Framanaf gekk bölsýnin út á að yfirvofandi væri greiðsluþrot landsins og til voru þeir sem vildu gefast upp og leita eftir inngöngu í Parísarklúbbinn. Sá kór hefur að mestu þagnað og meira en 1½ ár er liðið síðan að Ísland hvarf af lista yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að stefna í greiðsluþrot. Þó svo að Ísland standi enn frammi fyrir margvíslegum og erfiðum úrlausnarefnum er það versta óumdeilanlega að baki. Á komandi mánuðum munu margir finna fyrir því að hagkerfið er farið að taka við sér og róðurinn á ýmsan hátt tekinn að léttast. Um leið og við látum það almennt eftir okkur að trúa þessu munu miklir kraftar leysast úr læðingi. Það er komin tími til. Nú er það “samtakið”og trú á framtíðina sem gildir.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun