Innlent

Vilja lögbann á kvótafrumvarp

Jón Bjarnason Sjávarútvegsráðherra hefur fengið á sig lögbannsbeiðni vegna frumvarps um stjórn fiskveiða.
Jón Bjarnason Sjávarútvegsráðherra hefur fengið á sig lögbannsbeiðni vegna frumvarps um stjórn fiskveiða.
Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða krafðist í gær lögbanns á lagafrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða.

„Frumvarp þetta gengur alveg gegn og tekur ekkert tillit til stjórnarskrárvarinna eignarréttinda sjávarjarða sem fyrirmæli eru um í lögum,“ segir í lögbannsbeiðninni sem lögð var fram hjá sýslumanninum í Reykjavík sem nú skoðar beiðnina. Vísað er til álits Mannréttindadómstóls Evrópu um eignarrétt sjávarjarða. „Marg ítrekað hefur íslenskum stjórnvöldum verið bent á þennan grundvallareignarrétt sjávarjarða en hann hefur samt algerlega verið hundsaður síðastliðina tæpa þrjá áratugi.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×