Fékk tíu fyrir barnalínu 23. maí 2011 20:30 Herdís Björk Þórðardóttir, nýútskrifaður grafískur hönnuður, sýndi nýja barnalínu, Bimba, á vorsýningu Myndlistaskólans á Akureyri.mynd/Björn gíslason „Ég var orðin þreytt á að finna bara Disney-karaktera á veggina í barnaherbergin," segir Herdís Björk Þórðardóttir en hún sýndi vörulínu sína, sem nefnist Bimbi, á vorsýningu Myndlistaskólans á Akureyri síðastliðinn þriðjudag. Línan inniheldur veggskreytingar, rúmföt, boli, púða, minnisbækur og tækifæriskort og húsgögn. „Mig langaði til að gera heildstæða barnalínu, þar sem fengist fleira en veggskreytingar. Ég hannaði vörurnar fyrir börn á öllum aldri og ekki sérstaklega fyrir stelpur eða stráka," útskýrir Herdís en hún skapaði ævintýraheim, mitt á milli draums og veruleika eins og hún orðar það.„Ég var orðin þreytt á að finna bara Disney-karaktera á veggina í barnaherbergin,“ segir Herdís Björk Þórðardóttir.„Ég vildi ekki hafa þetta of raunverulegt en samt eru þarna tré, fuglar og hús sem hægt er að tengja við. Ég útfærði línuna bæði í heilum borðum sem eru tilbúnir á vegginn og sem staka límmiða sem hægt er að raða saman að vild og blanda saman litum en línan kemur í sex litum. Planið er svo að bæta við línuna en ég er með langan lista í huganum af vörum sem mig langar að koma í framleiðslu," segir Herdís hlæjandi. Hún hefur enda ástæðu til að vera ánægð en Bimbi-línan tryggði henni einkunnina tíu og hvatningarverðlaun frá skólanum við útskriftina. „Það var bæði óvænt og skemmtilegt. Nú tekur bara við vinna við að koma vörunum á markaðinn en ég er þegar komin í samband við eina verslun hér á Akureyri. Ætla svo að þreifa fyrir mér í Reykjavík líka."Von er á Bimbivörunum í verslanir á næstunni. Vörulínuna má skoða á Facebook. mynd/herdís björk ÞórðardóttirBeðin um útskýringar á því hvaðan nafnið Bimbi sé komið upplýsir hún blaðamann að orðið þýði börn á ítölsku. Ljóðlínan Bimbirimbirimbam komi einnig við sögu. „Það er gömul þjóðvísa sem enginn veit hver samdi. Ég lét hana hljóma í myndbandi sem ég spilaði á sýningunni og eins er hún gegnumgangandi í öllum vörunum í línunni," segir Herdís. heida@frettabladid.is Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég var orðin þreytt á að finna bara Disney-karaktera á veggina í barnaherbergin," segir Herdís Björk Þórðardóttir en hún sýndi vörulínu sína, sem nefnist Bimbi, á vorsýningu Myndlistaskólans á Akureyri síðastliðinn þriðjudag. Línan inniheldur veggskreytingar, rúmföt, boli, púða, minnisbækur og tækifæriskort og húsgögn. „Mig langaði til að gera heildstæða barnalínu, þar sem fengist fleira en veggskreytingar. Ég hannaði vörurnar fyrir börn á öllum aldri og ekki sérstaklega fyrir stelpur eða stráka," útskýrir Herdís en hún skapaði ævintýraheim, mitt á milli draums og veruleika eins og hún orðar það.„Ég var orðin þreytt á að finna bara Disney-karaktera á veggina í barnaherbergin,“ segir Herdís Björk Þórðardóttir.„Ég vildi ekki hafa þetta of raunverulegt en samt eru þarna tré, fuglar og hús sem hægt er að tengja við. Ég útfærði línuna bæði í heilum borðum sem eru tilbúnir á vegginn og sem staka límmiða sem hægt er að raða saman að vild og blanda saman litum en línan kemur í sex litum. Planið er svo að bæta við línuna en ég er með langan lista í huganum af vörum sem mig langar að koma í framleiðslu," segir Herdís hlæjandi. Hún hefur enda ástæðu til að vera ánægð en Bimbi-línan tryggði henni einkunnina tíu og hvatningarverðlaun frá skólanum við útskriftina. „Það var bæði óvænt og skemmtilegt. Nú tekur bara við vinna við að koma vörunum á markaðinn en ég er þegar komin í samband við eina verslun hér á Akureyri. Ætla svo að þreifa fyrir mér í Reykjavík líka."Von er á Bimbivörunum í verslanir á næstunni. Vörulínuna má skoða á Facebook. mynd/herdís björk ÞórðardóttirBeðin um útskýringar á því hvaðan nafnið Bimbi sé komið upplýsir hún blaðamann að orðið þýði börn á ítölsku. Ljóðlínan Bimbirimbirimbam komi einnig við sögu. „Það er gömul þjóðvísa sem enginn veit hver samdi. Ég lét hana hljóma í myndbandi sem ég spilaði á sýningunni og eins er hún gegnumgangandi í öllum vörunum í línunni," segir Herdís. heida@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira