Nýtum þekkinguna til góðs- sameiginlegt átak gegn ofbeldi Elísabet Karlsdóttir skrifar 1. júní 2011 07:00 Á síðustu árum hafa verið unnar umfangsmiklar rannsóknir í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd hefur haft umsjón með framkvæmd þessara rannsókna en það er í samræmi við markmið stofnunarinnar um fjölskyldurannsóknir og velferð barna. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu á ofbeldi karla gegn konum í samfélaginu. Því miður er ofbeldi karla gegn konum íslenskur veruleiki og umfangið er það sama og hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Ef horft er til ofbeldis sem konur verða fyrir af hálfu karls sem þær eru í nánu sambandi við (maka, sambúðaraðila eða kærasta) sýna niðurstöður að um 22% kvenna í íslensku samfélagi hafa verið beittar ofbeldi, og jafngildir þetta því að á bilinu 23-27 þúsund kvenna hafi verið beittar ofbeldi í nánum samböndum. Það vekur óhug að 6% kvenna segjast hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldið er dulið í samfélaginu og aðeins lítill hluti kvennanna leitar til samtaka og stofnana sem geta aðstoðað konur til að losa sig út úr ofbeldinu. Þá er aðeins lítið brot af þessum málum sem kemur inn á borð lögreglunnar, en hér sem annars staðar er aðeins lítill hluti ofbeldis kærður. Mikill meirihluti kvennanna sagði þó að fyrrverandi maki hefði beitt ofbeldinu og ofbeldinu er því væntanlega lokið. Mjög mikilvægt er að vekja athygli á þeirri staðreynd að þegar er talað um ofbeldi í nánum samböndum, þar sem karl beitir konu ofbeldi, eru oft til staðar börn sem bera skaða af, en 75% kvennanna segja að börn hafi búið hjá sér við síðasta ofbeldisatvik og telur fjórðungur að börnin hafi verið til staðar við síðasta ofbeldisatvik. Þá voru 5% kvennanna ófrískar þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Reynt hefur verið að meta umfang og eðli ofbeldis gegn börnum og samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF er það metið svo að tæplega 13% stúlkna og 3% drengja eigi á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé þannig eitt alvarlegasta samfélagsmeinið gagnvart börnum í íslensku samfélagi. Þetta þarf að skoða frekar með áframhaldandi og víðtækari rannsóknum á ofbeldi gegn börnum, og hefur Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd hafið undirbúning að slíku verkefni. Nú hefur velferðarráðherra lagt fram skýrslu til alþingis með áætlunum um hvernig bregðast skuli við ofbeldi í íslensku samfélagi. Þekking á vandanum hefur aukist til muna og því hægt að móta og leggja fram tillögur byggðar á umfangsmiklum og traustum rannsóknarniðurstöðum. Þessar tillögur eru fjölþættar og þær krefjast samvinnu margra aðila svo að vel takist til. Ekki má heldur gleyma að gefa þarf gaum að þeim alvarlegu afleiðingum sem ofbeldið skilur eftir sig hjá þolanda ofbeldis og hvernig eigi að vinna með þann vanda. Þessu til viðbótar er tímabært að huga frekar að forsendum, aðstæðum og úrræðum sem varða gerendur ofbeldis. Það á einkanlega við um karlmenn sem gerendur en einnig konur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er meinsemd sem brýntt er að vinna gegn. Látum okkur öll málið varða og hjálpum til við að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi með öllum ráðum. Tölum um ofbeldi eins og aðrar meinsemdir samfélagsins og breytum viðhorfi okkar. Það á enginn að þurfa að líða fyrir ofbeldi í samfélagi sem kennir sig við jöfnuð og mannréttindi.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið unnar umfangsmiklar rannsóknir í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd hefur haft umsjón með framkvæmd þessara rannsókna en það er í samræmi við markmið stofnunarinnar um fjölskyldurannsóknir og velferð barna. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu á ofbeldi karla gegn konum í samfélaginu. Því miður er ofbeldi karla gegn konum íslenskur veruleiki og umfangið er það sama og hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Ef horft er til ofbeldis sem konur verða fyrir af hálfu karls sem þær eru í nánu sambandi við (maka, sambúðaraðila eða kærasta) sýna niðurstöður að um 22% kvenna í íslensku samfélagi hafa verið beittar ofbeldi, og jafngildir þetta því að á bilinu 23-27 þúsund kvenna hafi verið beittar ofbeldi í nánum samböndum. Það vekur óhug að 6% kvenna segjast hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldið er dulið í samfélaginu og aðeins lítill hluti kvennanna leitar til samtaka og stofnana sem geta aðstoðað konur til að losa sig út úr ofbeldinu. Þá er aðeins lítið brot af þessum málum sem kemur inn á borð lögreglunnar, en hér sem annars staðar er aðeins lítill hluti ofbeldis kærður. Mikill meirihluti kvennanna sagði þó að fyrrverandi maki hefði beitt ofbeldinu og ofbeldinu er því væntanlega lokið. Mjög mikilvægt er að vekja athygli á þeirri staðreynd að þegar er talað um ofbeldi í nánum samböndum, þar sem karl beitir konu ofbeldi, eru oft til staðar börn sem bera skaða af, en 75% kvennanna segja að börn hafi búið hjá sér við síðasta ofbeldisatvik og telur fjórðungur að börnin hafi verið til staðar við síðasta ofbeldisatvik. Þá voru 5% kvennanna ófrískar þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Reynt hefur verið að meta umfang og eðli ofbeldis gegn börnum og samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF er það metið svo að tæplega 13% stúlkna og 3% drengja eigi á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé þannig eitt alvarlegasta samfélagsmeinið gagnvart börnum í íslensku samfélagi. Þetta þarf að skoða frekar með áframhaldandi og víðtækari rannsóknum á ofbeldi gegn börnum, og hefur Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd hafið undirbúning að slíku verkefni. Nú hefur velferðarráðherra lagt fram skýrslu til alþingis með áætlunum um hvernig bregðast skuli við ofbeldi í íslensku samfélagi. Þekking á vandanum hefur aukist til muna og því hægt að móta og leggja fram tillögur byggðar á umfangsmiklum og traustum rannsóknarniðurstöðum. Þessar tillögur eru fjölþættar og þær krefjast samvinnu margra aðila svo að vel takist til. Ekki má heldur gleyma að gefa þarf gaum að þeim alvarlegu afleiðingum sem ofbeldið skilur eftir sig hjá þolanda ofbeldis og hvernig eigi að vinna með þann vanda. Þessu til viðbótar er tímabært að huga frekar að forsendum, aðstæðum og úrræðum sem varða gerendur ofbeldis. Það á einkanlega við um karlmenn sem gerendur en einnig konur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er meinsemd sem brýntt er að vinna gegn. Látum okkur öll málið varða og hjálpum til við að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi með öllum ráðum. Tölum um ofbeldi eins og aðrar meinsemdir samfélagsins og breytum viðhorfi okkar. Það á enginn að þurfa að líða fyrir ofbeldi í samfélagi sem kennir sig við jöfnuð og mannréttindi..
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun