Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Víðlesið Nóbelsskáld Bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, hefur selst í þremur til fjórum milljónum eintaka. Erfitt er hins vegar að fá sölutölur staðfestar, þar sem hvergi er til heillegur listi yfir seld eintök bóka Nóbelsskáldsins. Arnaldur Indriðason hefur selt yfir sjö milljónir eintaka en þrjár bækur hans hafa rofið milljón eintaka múrinn. Sjálfstætt fólk er þó enn mest selda bókin eftir Íslending. Bækur Halldórs Laxness hafa selst í sjö til átta milljónum eintaka. Þær hafa verið þýddar á yfir fimm tugi tungumála og gefnar út í sex hundruð útgáfum um allan heim. Sjálfstætt fólk er enn mest selda bókin eftir Íslending. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjálfur James Bond, Daniel Craig, hefði gengið inn í bókabúð í smábænum Oswestry í Shropshire-sýslu og beðið sérstaklega um Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Bókin var þá ekki til en bóksalinn útvegaði sér hana skömmu seinna og hyggst hafa hana tilbúna handa Craig þegar hann rekur inn nefið næst. Valgerður Benediktsdóttir hjá réttindastofu Forlagsins segir í samtali við Fréttablaðið að þegar bókin hafi komið útí Bandaríkjunum árið 1946 hafi hálf milljón eintaka selst á tveimur vikum. „Bókin kom líka út í stóru upplagi á sínum tíma í ýmsum löndum, eins og Sovétríkjunum sálugu, Kína og Indlandi. Beinharðar sölutölur eru hins vegar hvergi til enda langt um liðið. Ég gæti skotið á að bókin hafi selst í þremur til fjórum milljónum eintaka en það er þó skot út í loftið." Valgerður segir að Sjálfstætt fólk sé mest selda bók eftir Íslending fyrr og síðar. Bækur Arnalds Indriðasonar gætu þó farið að skáka þeim titli á næstu árum.„Að minnsta kosti þrjár bækur Arnalds hafa rofið milljón eintaka múrinn; Mýrin, Napóleonsskjölin og Grafarþögn. Napóleonsskjölin seldust til að mynda í yfir einni milljón eintaka bara í Þýskalandi," segir Valgerður, en samkvæmt síðustu sölutölum hefur Arnaldur selt ríflega sjö milljónir eintaka. Halldór er þó eflaust enn einn viðförlasti rithöfundur Íslands því bækur hans hafa verið þýddar yfir á tæplega fimmtíu tungumál og komið út í á sjötta hundrað útgáfum um allan heim, Sjálfstætt fólk er sú bók Halldórs sem víðast hefur farið. Valgerður segir hins vegar nánast vonlaust að skjóta á heildartölu seldra bóka hjá Halldóri. „Sölutölur frá fimmtíu ára tímabili liggja hvergi á lausu, þannig að þetta verður aldrei nákvæmt. Það er vitað að oft á tíðum bárust hvorki íslenskum útgefanda Halldórs né Halldóri sjálfum söluyfirlit að utan og jafnframt er vitað að oft voru bækur hans endurprentaðar án þess að viðkomandi forlög sendu upplýsingar um slíkt hingað til lands. Ég hef persónulega viljað halda mig nálægt sjö til átta milljónum eintaka en ég hef alltaf viljað stíga varlega til jarðar hvað slíkar tölur varðar." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Bækur Halldórs Laxness hafa selst í sjö til átta milljónum eintaka. Þær hafa verið þýddar á yfir fimm tugi tungumála og gefnar út í sex hundruð útgáfum um allan heim. Sjálfstætt fólk er enn mest selda bókin eftir Íslending. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjálfur James Bond, Daniel Craig, hefði gengið inn í bókabúð í smábænum Oswestry í Shropshire-sýslu og beðið sérstaklega um Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Bókin var þá ekki til en bóksalinn útvegaði sér hana skömmu seinna og hyggst hafa hana tilbúna handa Craig þegar hann rekur inn nefið næst. Valgerður Benediktsdóttir hjá réttindastofu Forlagsins segir í samtali við Fréttablaðið að þegar bókin hafi komið útí Bandaríkjunum árið 1946 hafi hálf milljón eintaka selst á tveimur vikum. „Bókin kom líka út í stóru upplagi á sínum tíma í ýmsum löndum, eins og Sovétríkjunum sálugu, Kína og Indlandi. Beinharðar sölutölur eru hins vegar hvergi til enda langt um liðið. Ég gæti skotið á að bókin hafi selst í þremur til fjórum milljónum eintaka en það er þó skot út í loftið." Valgerður segir að Sjálfstætt fólk sé mest selda bók eftir Íslending fyrr og síðar. Bækur Arnalds Indriðasonar gætu þó farið að skáka þeim titli á næstu árum.„Að minnsta kosti þrjár bækur Arnalds hafa rofið milljón eintaka múrinn; Mýrin, Napóleonsskjölin og Grafarþögn. Napóleonsskjölin seldust til að mynda í yfir einni milljón eintaka bara í Þýskalandi," segir Valgerður, en samkvæmt síðustu sölutölum hefur Arnaldur selt ríflega sjö milljónir eintaka. Halldór er þó eflaust enn einn viðförlasti rithöfundur Íslands því bækur hans hafa verið þýddar yfir á tæplega fimmtíu tungumál og komið út í á sjötta hundrað útgáfum um allan heim, Sjálfstætt fólk er sú bók Halldórs sem víðast hefur farið. Valgerður segir hins vegar nánast vonlaust að skjóta á heildartölu seldra bóka hjá Halldóri. „Sölutölur frá fimmtíu ára tímabili liggja hvergi á lausu, þannig að þetta verður aldrei nákvæmt. Það er vitað að oft á tíðum bárust hvorki íslenskum útgefanda Halldórs né Halldóri sjálfum söluyfirlit að utan og jafnframt er vitað að oft voru bækur hans endurprentaðar án þess að viðkomandi forlög sendu upplýsingar um slíkt hingað til lands. Ég hef persónulega viljað halda mig nálægt sjö til átta milljónum eintaka en ég hef alltaf viljað stíga varlega til jarðar hvað slíkar tölur varðar." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira