Erlent

Nýju lyfin eins og „kraftaverk“

Sólbruni eykur hættuna á að fá húðkrabbamein.
nordicphotos/getty
Sólbruni eykur hættuna á að fá húðkrabbamein. nordicphotos/getty
Fádæma árangur hefur náðst með tveimur nýjum lyfjum gegn sortuæxli, verstu tegund húðkrabbameins. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem kynntar voru í gær á ráðstefnu æxlafræðinga í Chicago.

Í rannsóknunum, sem leiddar voru af læknum við Sloan-Kettering krabbameinsmiðstöðina í New York, sýndi hópur langt leiddra sjúklinga með sortuæxli sem fékk tilraunalyfið Vemurafenib, svo góðan bata að hópurinn sem fékk samanburðarlyfið, var allur settur á tilraunalyfið eftir einungis nokkra mánuði. Eftir 6 mánuði lifðu 84 prósent sjúklinga sem fengu lyfið, á móti 64 prósent hinna.

Hitt lyfið, Yervoy var reynt á sjúklingum nýlega greindum með sortuæxli. Tala þeirra sem voru á lífi eftir þrjú ár tvöfaldaðist og töluðu þátttakendur um „kraftaverk.“ Dr. April Salama, sérfræðingur í sortuæxlum sagði niðurstöðurnar „mjög tilkomumiklar“.

Rannsóknin var fjármögnuð af lyfjaframleiðendum og vinna margir vísindamannanna hjá þeim. Lyfjafyrirtækin leita nú leyfis til að selja lyfin í Bandaríkjunum og Evrópu en ekki hefur verið ákveðið hvað þau muni kosta.

- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×