Falleinkunn á frumvarp Jóns 18. júní 2011 02:00 Jón Bjarnason Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær harða útreið hjá sérfræðihópi sem ráðherrann skipaði sjálfur til að meta hagræn áhrif frumvarpsins.Fréttablaðið/Anton Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. Sérfræðihópurinn, sem tók til starfa í apríl, tók á mismunandi hagrænum áhrifum af frumvarpi Jóns sem lagt hefur verið fram á Alþingi en bíður frekari umfjöllunar á þeim vettvangi til haustsins. Auðlindagjald á útgerðafyrirtæki sem lagt er til í frumvarpinu getur ekki talist hóflegt að teknu tilliti til annarra þátta frumvarpsins, segir í niðurstöðum sérfræðihópsins sem skipaður var fimm mönnum. Ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. „Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það,“ segja sérfræðingarnir. Vara við valdi ráðherraÍ frumvarpi ráðherrans er reiknað með nýtingarrétti á aflaheimildum til fimmtán ára. „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar,“ segir hópurinn. Þá varar hópurinn við breytingum á fiskiveiðistjórnunarkerfinu sem takmarki getu fyrirtækja til að nýta sér tækifæri á markaði eða dragi úr hvata til langtímahugsunar. Mjög harðri gagnrýni er síðan beint að þeim meginþætti frumvarpsins að setja hluta aflaheimilda í svokallaða potta sem úthlutað sé af ráðherra. Séfræðingarnir segja ráðherra með þessu öðlast víðtækt vald. Stjórnmálamenn séu ekki ólíkir öðru fólki. „Þeir taka ákvarðanir sem taka mið af eigin hag líkt og aðrir,“ vara sérfræðingarnir við og benda á að almenningur, sem eigi lítilla hagsmuna að gæta, veiti lítið aðhald en hagsmunahópurinn sem sé samanþjappaður og eigi mikið undir leggi sig fram „af öllu afli“. Fjandsamlegt nýliðunSérfræðingarnir segja að takmarkanir á framsali veiðiheimilda geri nýliðun erfiðari í þeim hópi sem hafi almennar veiðiheimildir. Bann við veðsetningu muni gera fjármögnun útgerðar dýrari. „Einungis þeir sem hafa úr öðrum veðum að ráða eða koma með mikið eigið fé inn í útgerð eiga möguleika á að hefja útgerð í flokki 1 [almenna flokknum]. Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðun,“ segir sérfræðihópurinn sem kveður framsal kvótans stuðla að hagkvæmni. „Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum.“ Sterklega er varað við þeirri leið að nota sjávarútveginn til að ná fram byggðapólitískum markmiðum. „Á þann hátt er dregið úr rekstrarlegri hagkvæmni greinarinnar og þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segja sérfræðingarnir og undirstrika að það sé pólitísk ákvörðun hvort almannavaldið eigi að bregðast við staðbundinni þróun sem veiki einstök byggðarlög. Eðlilegt sé að gera slíkt þá á samfélagslegum grunni en ekki leggja það á herðar einnar atvinnugreinar. Ráðherra horfir til atvinnuöryggisBann við veðsetningu kvótans er að sögn sérfræðinganna óráðlegt. „Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum,“ segja þeir og bæta því við að eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja muni rýrna um fimmtíu prósent – varlega áætlað. „Frumvarpið leiðir því til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda.“ Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, í gær. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir hins vegar að það sé mat ráðherrans að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki eingöngu hagfræðileg, hvernig fiskveiðistjórnuninni er háttað og hvernig tekið er tillit til margháttaðra aðstæðna. Má hér sérstaklega nefna atvinnuöryggi íbúa í sjávarbyggðunum og ýmis jafnræðis- og mannréttindasjónarmið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. Sérfræðihópurinn, sem tók til starfa í apríl, tók á mismunandi hagrænum áhrifum af frumvarpi Jóns sem lagt hefur verið fram á Alþingi en bíður frekari umfjöllunar á þeim vettvangi til haustsins. Auðlindagjald á útgerðafyrirtæki sem lagt er til í frumvarpinu getur ekki talist hóflegt að teknu tilliti til annarra þátta frumvarpsins, segir í niðurstöðum sérfræðihópsins sem skipaður var fimm mönnum. Ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. „Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það,“ segja sérfræðingarnir. Vara við valdi ráðherraÍ frumvarpi ráðherrans er reiknað með nýtingarrétti á aflaheimildum til fimmtán ára. „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar,“ segir hópurinn. Þá varar hópurinn við breytingum á fiskiveiðistjórnunarkerfinu sem takmarki getu fyrirtækja til að nýta sér tækifæri á markaði eða dragi úr hvata til langtímahugsunar. Mjög harðri gagnrýni er síðan beint að þeim meginþætti frumvarpsins að setja hluta aflaheimilda í svokallaða potta sem úthlutað sé af ráðherra. Séfræðingarnir segja ráðherra með þessu öðlast víðtækt vald. Stjórnmálamenn séu ekki ólíkir öðru fólki. „Þeir taka ákvarðanir sem taka mið af eigin hag líkt og aðrir,“ vara sérfræðingarnir við og benda á að almenningur, sem eigi lítilla hagsmuna að gæta, veiti lítið aðhald en hagsmunahópurinn sem sé samanþjappaður og eigi mikið undir leggi sig fram „af öllu afli“. Fjandsamlegt nýliðunSérfræðingarnir segja að takmarkanir á framsali veiðiheimilda geri nýliðun erfiðari í þeim hópi sem hafi almennar veiðiheimildir. Bann við veðsetningu muni gera fjármögnun útgerðar dýrari. „Einungis þeir sem hafa úr öðrum veðum að ráða eða koma með mikið eigið fé inn í útgerð eiga möguleika á að hefja útgerð í flokki 1 [almenna flokknum]. Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðun,“ segir sérfræðihópurinn sem kveður framsal kvótans stuðla að hagkvæmni. „Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum.“ Sterklega er varað við þeirri leið að nota sjávarútveginn til að ná fram byggðapólitískum markmiðum. „Á þann hátt er dregið úr rekstrarlegri hagkvæmni greinarinnar og þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segja sérfræðingarnir og undirstrika að það sé pólitísk ákvörðun hvort almannavaldið eigi að bregðast við staðbundinni þróun sem veiki einstök byggðarlög. Eðlilegt sé að gera slíkt þá á samfélagslegum grunni en ekki leggja það á herðar einnar atvinnugreinar. Ráðherra horfir til atvinnuöryggisBann við veðsetningu kvótans er að sögn sérfræðinganna óráðlegt. „Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum,“ segja þeir og bæta því við að eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja muni rýrna um fimmtíu prósent – varlega áætlað. „Frumvarpið leiðir því til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda.“ Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, í gær. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir hins vegar að það sé mat ráðherrans að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki eingöngu hagfræðileg, hvernig fiskveiðistjórnuninni er háttað og hvernig tekið er tillit til margháttaðra aðstæðna. Má hér sérstaklega nefna atvinnuöryggi íbúa í sjávarbyggðunum og ýmis jafnræðis- og mannréttindasjónarmið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira