Klasamyndun í áliðnaði Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2011 05:30 Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun