Tíska og hönnun

Fljótlegt að hoppa í kjól

Hanna Rún.
Hanna Rún. Fréttablaðið/GVA
Ég er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá," segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í danskeppninni í Blackpool á Englandi.

„Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismunandi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils," segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla.

Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjólinn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveimur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til."

juliam@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×