Hannar mynd á breskan bol 5. júlí 2011 14:00 Siggi Eggerts hefur vakið athygli víða um heim fyrir hönnun sína og myndskreytingar. Fréttablaðið/Valli „Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira