Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað 30. júní 2011 07:00 Fullyrðingin „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn“ er hæpin að mati formanns SÍA. Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækjum eða samtökum sé neitað um auglýsingapláss í Leifsstöð. Ástæða þess að auglýsingar IFAW hafi verið samþykktar til að byrja með hafi verið sú að forsvarsmenn vallarins hafi ekki fengið að sjá auglýsingarnar fullgerðar. Einungis grundvallarhugmyndin hafi verið til staðar. Misskilningur hafi orðið til þess að þær fóru upp. „Upphaflega var auglýsingin sett upp án nokkurra skilaboða. Svo breyttu þeir henni án leyfis og þá var ákveðið að taka fyrir þær,“ segir Hjördís. „En það er vissulega óheppilegt að þær hafi farið upp til að byrja með.“ Hjördís segir aðgerðirnar engan veginn endurspegla viðhorf Isavia, eða hvort fyrirtækið sé með eða á móti hvalveiðum, eins og IFAW hafi haldið fram. Það sé alrangt. „Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu,“ segir hún. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við neitum auglýsingum sem hafa ekki þótt viðeigandi.“ Hjördís vill ekki gefa upp hvers eðlis þær auglýsingar voru. Í leigusamningi Isavia um auglýsingarými í flugstöðinni kemur fram að þær auglýsingar sem birtast skuli í einu og öllu fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt siðareglum um auglýsingar og mega á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. Isavia hafi óskoraðan rétt til að stöðva birtingu auglýsinga. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir fordæmi vera fyrir því að Isavia vilji ekki birta hvaða auglýsingar sem er. „Aðalatriðið er að geðþóttaákvarðanir mega ekki ráða því hvaða auglýsingar birtast,“ segir Ragnar. „En það er auðvitað undir hverjum og einum miðli komið hvað þeir birta.“ Hann segir auglýsingar IFAW ekki stangast á við siðareglur SÍA, þó sé fullyrðingin um að hvalir séu drepnir til þess að fæða ferðamenn, hæpin. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækjum eða samtökum sé neitað um auglýsingapláss í Leifsstöð. Ástæða þess að auglýsingar IFAW hafi verið samþykktar til að byrja með hafi verið sú að forsvarsmenn vallarins hafi ekki fengið að sjá auglýsingarnar fullgerðar. Einungis grundvallarhugmyndin hafi verið til staðar. Misskilningur hafi orðið til þess að þær fóru upp. „Upphaflega var auglýsingin sett upp án nokkurra skilaboða. Svo breyttu þeir henni án leyfis og þá var ákveðið að taka fyrir þær,“ segir Hjördís. „En það er vissulega óheppilegt að þær hafi farið upp til að byrja með.“ Hjördís segir aðgerðirnar engan veginn endurspegla viðhorf Isavia, eða hvort fyrirtækið sé með eða á móti hvalveiðum, eins og IFAW hafi haldið fram. Það sé alrangt. „Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu,“ segir hún. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við neitum auglýsingum sem hafa ekki þótt viðeigandi.“ Hjördís vill ekki gefa upp hvers eðlis þær auglýsingar voru. Í leigusamningi Isavia um auglýsingarými í flugstöðinni kemur fram að þær auglýsingar sem birtast skuli í einu og öllu fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt siðareglum um auglýsingar og mega á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. Isavia hafi óskoraðan rétt til að stöðva birtingu auglýsinga. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir fordæmi vera fyrir því að Isavia vilji ekki birta hvaða auglýsingar sem er. „Aðalatriðið er að geðþóttaákvarðanir mega ekki ráða því hvaða auglýsingar birtast,“ segir Ragnar. „En það er auðvitað undir hverjum og einum miðli komið hvað þeir birta.“ Hann segir auglýsingar IFAW ekki stangast á við siðareglur SÍA, þó sé fullyrðingin um að hvalir séu drepnir til þess að fæða ferðamenn, hæpin. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira