Fredrik elskar íslenska hönnun 1. júlí 2011 11:00 Hinn hálf íslenski Fredrik Ferrier, til vinstri, er með í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea sem slegið hafa í gegn í bresku sjónvarpi. Hann er hrifinn af íslenskri hönnun og vill gjarnan klæðast íslenskum fatnaði í þáttunum. Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. „Það er frábært að við fáum að gera aðra seríu og greinilegt að við trekkjum áhorfendur að,“ segir hinn hálfíslenski Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem vekur athygli í breska raunveruleikaþættinum Made in Chelsea, en hann fékk nýverið að vita að þættirnir verða aftur á dagskrá í haust. „Við byrjum að skjóta næstu seríu í lok júlí. Það verða nýir karakterar kynntir til sögunnar og ég held að það verði meiri dramatík núna,“ segir Fredrik en fyrsta sería þáttanna fór mjög vel af stað og um hálf milljón Breta fylgdist með Fredrik og félögum þegar mest lét. „Við vissum að þátturinn fór vel af stað en bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum,“ segir Fredrik sem þessa dagana slakar á í sumarfríi og ætlar að kíkja til Íslands einhverja daga í júlí. Raunveruleikaþættirnir varpa ljósi á líf ungs fólk í Chelsea-hverfi Lundúnaborgar en þar eru hraðskreiðir bílar, kampavín og dramatík hluti af hverdagsleikanum. Faðir Fredriks er íslenskur og móðir hans ensk og Fredrik ber sterkar taugar til landsins. Meðal annars hefur hann klæðst íslenskri hönnun í sjónvarpinu og vill gera meira af því í næstu seríu. „Mér finnst íslensk tíska mjög flott og Íslendingar almennt með mjög flottan fatastíl. Systir mín, sem býr á Íslandi, sendi mér nokkra boli frá íslenska merkinu Forynju fyrr í sumar og ég hef verið í þeim í þáttunum og hafa þeir vakið athygli. Einnig gaf hún með bol með áletruninni „Ég tala ekki íslensku“ sem mér finnst mjög flottur.“ Fredrik hefur ekki hugsað sér að leiðast út í leiklistina í kjölfar þáttanna. Hann ætlar að nýta frægðina í Bretlandi til að koma tónlist sinni á framfæri. Fredrik spilar á píanó og leikur allt frá rómantískum ballöðum til klassískra tónverka. „Milli þess sem ég slaka á í sumarfríi nýti ég tímann til að glamra á píanóið og æfa mig. Ég hef spilað nokkrum sinnum í þáttunum og hlotið hrós frá áhorfendum fyrir,“ segir Fredrik en hægt er að fylgjast með ferðum hans á samskiptasíðunni Twitter. Slóðin er twitter.com/#!/FredrikFerrier. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira