Erlent

Íbúarnir fluttir burt

Olíuflekkur teygði sig marga kílómetra niður eftir Yellowstone-ánni í gær.Fréttablaðið/AP
Olíuflekkur teygði sig marga kílómetra niður eftir Yellowstone-ánni í gær.Fréttablaðið/AP
Áætlað er að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi runnið út í Yellowstone-ána í Montana í Bandaríkjunum á laugardag. Lekinn varð er olíuleiðsla fyrirtækisins ExxonMobil rofnaði seint á föstudagskvöld.

Íbúar á svæðinu voru fluttir burt vegna hættu á sprengingum og vegna eitraðrar gufu en fengu að fara heim aftur í gær þegar talið var að hættan væri liðin hjá.

Straumurinn í ánni torveldar hreinsun en í gær hafði olíuflekkurinn teygt sig rúma fjóra kílómetra niður eftir ánni. ExxonMobil sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið harmar lekann og segist munu senda aðstoð við að hreinsun.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×