Innanlandsflugvöllur í Reykjavík Ögmundur Jónasson skrifar 13. júlí 2011 06:00 Nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefnið er að í burðarliðnum er samkomulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tímabærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í. Kyrrstaða ekki boðlegÁ þenslutímanum var hafist handa með metnaðarfull áform um hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins. Forsvarsfólk Reykjavíkurborgar var hins vegar aldrei sátt við þessi áform og heyrðust þau sjónarmið að þar með yrði framtíð flugvallarins niðurnjörvuð um ókominn tíma. Á undanförnum árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til samgöngumiðstöðvarinnar og við það hefur setið. Á meðan hefur aðstaðan drabbast niður og er engan veginn sæmandi. Þau áform sem nú eru uppi byggjast á því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast talsmenn borgarinnar enn stefna á flutning flugvallarins í framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita mér fyrir því að svo verði. Ríkið á flugvallarlandið að mestuEnda þótt Reykjavíkurborg hafi skipulagsvald innan borgarmarkanna verður ekki fram hjá því horft að landið undir flugvellinum er að mestu leyti í eign ríkisins. Allt eru þetta staðreyndir máls og þóttu fleirum en mér undarlegar yfirlýsingar Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að hugmyndir um að flugvöllurinn yrði áfram í borginni væru byggðar á misskilningi. Svo er ekki. Um framtíðina í þessu efni er hins vegar ekki samkomulag. Þess vegna er niðurstaðan nú vonandi sú að reist verði ný flugstöð Skerjafjarðarmegin flugvallar sem yrði hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar. Þótt sjálfur hafi ég á sínum tíma verið hlynntur samgöngumiðstöð í norðausturgeira flugvallarins horfist ég í augu við þá staðreynd að fyrir henni er ekki vilji hjá borginni. Annað hefur breyst frá því þessi áform voru uppi: Peningaleysi. Það eitt að byggja flughlöð í norðausturgeira flugvallar myndi samkvæmt áætlunum kosta tæpan milljarð. Flughlöð er hins vegar fyrir hendi vestan megin á vellinum að mestu leyti og sparar það stórfé að nýta það. Jafnvægi í flutningumFram kemur í Fréttablaðinu 8. júlí að Páli Hjaltasyni þykir ágæt hugmynd að flytja flugvöllinn til Keflavíkur eða með öðrum orðum leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ekki þætti mér ótrúlegt að einmitt þetta gerðist ef vellinum yrði lokað í Reykjavík. Þætti mér það afleitt. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að dreifa flutningum um landið betur en nú er gert á milli sjávar, lofts og láðs. Til að þetta takist þarf að koma á strandflutningum og efla flugsamgöngur. Annar veruleiki í dag en í gærStaðsetning Reykjavíkurflugvallar er umdeild og ekki síður í mínum flokki. Oddvitar VG í borgarstjórn hafa teflt fram umhverfisrökum fyrir flutningi flugvallarins og nefndu á sínum tíma Hólmsheiði sem valkost til að skoða sem raunhæft flugvallarsvæði. Önnur rök hafa verið sett fram sem snúa að skipulagi og vexti borgarinnar. Þarna hafa staðið framarlega samtökin Betri byggð og einnig stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Allt eru þetta virðingarverð viðhorf. Öðru máli gegnir um þrýsting ágengra fjárfesta sem var mjög áberandi á þenslutímanum, en þeir vildu ólmir komast í þetta verðmæta svæði og fara þar líkt að og þeir gerðu af miklum ákafa en lítilli fyrirhyggju annars staðar þar sem mannlausar blokkir segja nú allt sem segja þarf. Annað er að hugmyndir um flutning flugvallar sem þóttu raunhæfar þegar fjárráðin voru rýmri eru nánast galnar í dag. Hvað með lýðræðið?En hvað með lýðræðið? Flugvallarmálið fór vissulega í almenna atkvæðagreiðslu. Þar fékkst niðurstaða þótt þátttaka væri mjög dræm. Ég er hins vegar sammála þeim sem halda því fram að þetta mál komi landsmönnum öllum við, ekki Reykvíkingum einum og eigi þess vegna að bera það upp við þjóðina alla. Afstaðan í flugvallarmálinu gengur þvert á alla flokka. Það höfum við rækilega verið minnt á í viðbrögðum við þessari umræðu nú síðustu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefnið er að í burðarliðnum er samkomulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tímabærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í. Kyrrstaða ekki boðlegÁ þenslutímanum var hafist handa með metnaðarfull áform um hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins. Forsvarsfólk Reykjavíkurborgar var hins vegar aldrei sátt við þessi áform og heyrðust þau sjónarmið að þar með yrði framtíð flugvallarins niðurnjörvuð um ókominn tíma. Á undanförnum árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til samgöngumiðstöðvarinnar og við það hefur setið. Á meðan hefur aðstaðan drabbast niður og er engan veginn sæmandi. Þau áform sem nú eru uppi byggjast á því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast talsmenn borgarinnar enn stefna á flutning flugvallarins í framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita mér fyrir því að svo verði. Ríkið á flugvallarlandið að mestuEnda þótt Reykjavíkurborg hafi skipulagsvald innan borgarmarkanna verður ekki fram hjá því horft að landið undir flugvellinum er að mestu leyti í eign ríkisins. Allt eru þetta staðreyndir máls og þóttu fleirum en mér undarlegar yfirlýsingar Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að hugmyndir um að flugvöllurinn yrði áfram í borginni væru byggðar á misskilningi. Svo er ekki. Um framtíðina í þessu efni er hins vegar ekki samkomulag. Þess vegna er niðurstaðan nú vonandi sú að reist verði ný flugstöð Skerjafjarðarmegin flugvallar sem yrði hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar. Þótt sjálfur hafi ég á sínum tíma verið hlynntur samgöngumiðstöð í norðausturgeira flugvallarins horfist ég í augu við þá staðreynd að fyrir henni er ekki vilji hjá borginni. Annað hefur breyst frá því þessi áform voru uppi: Peningaleysi. Það eitt að byggja flughlöð í norðausturgeira flugvallar myndi samkvæmt áætlunum kosta tæpan milljarð. Flughlöð er hins vegar fyrir hendi vestan megin á vellinum að mestu leyti og sparar það stórfé að nýta það. Jafnvægi í flutningumFram kemur í Fréttablaðinu 8. júlí að Páli Hjaltasyni þykir ágæt hugmynd að flytja flugvöllinn til Keflavíkur eða með öðrum orðum leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ekki þætti mér ótrúlegt að einmitt þetta gerðist ef vellinum yrði lokað í Reykjavík. Þætti mér það afleitt. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að dreifa flutningum um landið betur en nú er gert á milli sjávar, lofts og láðs. Til að þetta takist þarf að koma á strandflutningum og efla flugsamgöngur. Annar veruleiki í dag en í gærStaðsetning Reykjavíkurflugvallar er umdeild og ekki síður í mínum flokki. Oddvitar VG í borgarstjórn hafa teflt fram umhverfisrökum fyrir flutningi flugvallarins og nefndu á sínum tíma Hólmsheiði sem valkost til að skoða sem raunhæft flugvallarsvæði. Önnur rök hafa verið sett fram sem snúa að skipulagi og vexti borgarinnar. Þarna hafa staðið framarlega samtökin Betri byggð og einnig stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Allt eru þetta virðingarverð viðhorf. Öðru máli gegnir um þrýsting ágengra fjárfesta sem var mjög áberandi á þenslutímanum, en þeir vildu ólmir komast í þetta verðmæta svæði og fara þar líkt að og þeir gerðu af miklum ákafa en lítilli fyrirhyggju annars staðar þar sem mannlausar blokkir segja nú allt sem segja þarf. Annað er að hugmyndir um flutning flugvallar sem þóttu raunhæfar þegar fjárráðin voru rýmri eru nánast galnar í dag. Hvað með lýðræðið?En hvað með lýðræðið? Flugvallarmálið fór vissulega í almenna atkvæðagreiðslu. Þar fékkst niðurstaða þótt þátttaka væri mjög dræm. Ég er hins vegar sammála þeim sem halda því fram að þetta mál komi landsmönnum öllum við, ekki Reykvíkingum einum og eigi þess vegna að bera það upp við þjóðina alla. Afstaðan í flugvallarmálinu gengur þvert á alla flokka. Það höfum við rækilega verið minnt á í viðbrögðum við þessari umræðu nú síðustu daga.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar