Fótbolti

Matthías: Þeir eiga að vera lakari en BATE

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes er kominn heim frá Rússlandi og spilar líklega í kvöld.
fréttablaðið/hag
Hannes er kominn heim frá Rússlandi og spilar líklega í kvöld. fréttablaðið/hag
FH tekur á móti á portúgalska liðinu CD Nacional í Evrópudeildinni í Kaplakrika í kvöld. Um er að ræða félagið sem Cristiano Ronaldo ólst upp hjá. Liðið er öflugt og varð í sjötta sæti í deildinni síðasta vetur.

„Þetta lið lagði bæði Sporting Lissabon og Benfica á heimavelli sínum. Það segir sína sögu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH. „Heimir þjálfari segir samt að liðið eigi að vera lakara en BATE Borisov sem við höfum verið að mæta þannig að það er möguleiki.“

Matthías viðurkennir að það sé gott að fá smá frí frá Pepsi-deildinni þar sem hefur ekki gengið sem skyldi hjá FH-ingum.

„Það er alltaf gaman að bera sig saman við lið frá öðrum löndum. Þarna eru margir Brasilíumenn og þetta verður skemmtilegt. Við ætlum að selja okkur dýrt og reyna að fá jákvæða niðurstöðu úr leiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×