Innlent

Sigmundur vill fund á Alþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ástæðu til að kalla Alþingi saman til fundar hið fyrsta. Hann telur sérstaka þörf á að ræða stöðu ýmissa fjármálastofnana.

Í því samhengi nefnir hann stöðu SpKef, en eigið fé sjóðsins er metið tæpum 20 milljörðum minna en var við sameiningu við Landsbankann. Þá vill Sigmundur ræða söluna á Byr og inngrip í önnur fjármála- og tryggingafyrirtæki. Sigmundur segir, í grein á heimasíðu sinni, að óvissa um rekstur bankanna og ríkisstuðning sé óþolandi. Á sama tíma gangi úrlausn skuldamála almennings of hægt. Sigmundur vill einnig ræða Evrópumál, en hann hefur farið fram á fund í utanríkismálanefnd.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×