Hlutverk Íslands innan ESB Inga Sigrún Atladóttir skrifar 26. júlí 2011 08:00 Ég er ein af þeim sem telja að aðild að Evrópusambandinu verði til hagsbóta fyrir Íslendinga. Það er ekki vegna þess að ég telji að við verðum rík af sjóðum sambandsins og það er heldur ekki mín skoðun að sjálfræði okkar muni aukast. Ég tel ekki heldur að ESB sé svar við öllum okkar vandamálum og þaðan af síður tel ég að sjónarhorn okkar muni ráða ferðinni innan sambandsins. Ég tel aftur á móti að Ísland hafi mikið að bjóða grönnum sínum í Evrópu og ég tel að við höfum skyldur til að miðla þeim verðmætum sem við höfum. Þá er ég ekki að tala um orku, fisk eða landbúnaðarvörur heldur lýðræðishefð og friðarboðskap sem Íslendingar hafa varðveitt í margar kynslóðir, ekki bara í orði heldur líka í framkvæmd. Markmið Evrópusambandsins er að jafna og bæta kjör í aðildarríkjunum. Evrópusambandið byggir á þeirri sýn að friður á milli sjálfstæðra ríkja verði best tryggður með samskiptum og samvinnu, gagnkvæmum skilningi og jafnræði í réttindum og lífskjörum. Íslendingar hafa staðið sig mjög vel í að móta reglur um réttindi fólks á vinnumarkaði og miðlað þannig áherslum íslensks vinnumarkaðar um velferð og réttindi inn í samevrópskar reglur. Aðild ASÍ að Evrópusambandi stéttarfélaga hefur gefið sambandinu tækifæri til að standa þá vakt með miklum sóma. Á sama hátt getum við nýtt sérþekkingu okkar og reynslu til að hafa áhrif í friðar- og lýðræðismálum innan Evrópusambandsins. Ég tel að á síðustu árum sé hlutverk Íslands og annarra Norðurlandaþjóða í friðar-, lýðræðis- og velferðarmálum enn brýnna en áður. Á síðasta áratug hafa komið inn í sambandið fátækari þjóðir sem ekki hafa búið við lýðræði og markaðsbúskap síðustu áratugi. Með þeirri breytingu heyrast fjölbreyttari sjónarmið sem munu hafa áhrif á mótun Evrópusamvinnunnar á komandi árum. Ég trúi því að Íslendingar vilji vera hluti af Evrópu þar sem raunverulegt lýðræði ríkir og mannréttindi í heiðri höfð. Nýleg frétt um starfskonu á hóteli í Reykjavík hefur vakið okkur öll til umhugsunar um að í Evrópu býr fjöldi fólks sem ekki er mótað af sömu reynslu, lífsgæðum og lífssýn og við Íslendingar. Jöfnuður í landinu, frelsi og mannréttindi eru gildi sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa reynt að varðveita með einum eða öðrum hætti frá því að við fengum sjálfstjórn, það hefur verið okkur mikil gæfa. Að tryggja sterkari rödd þessara gilda er hlutverk okkar – það gerum við ekki sem áhorfendur innan Evrópusambandsins heldur aðeins sem virkir þátttakendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem telja að aðild að Evrópusambandinu verði til hagsbóta fyrir Íslendinga. Það er ekki vegna þess að ég telji að við verðum rík af sjóðum sambandsins og það er heldur ekki mín skoðun að sjálfræði okkar muni aukast. Ég tel ekki heldur að ESB sé svar við öllum okkar vandamálum og þaðan af síður tel ég að sjónarhorn okkar muni ráða ferðinni innan sambandsins. Ég tel aftur á móti að Ísland hafi mikið að bjóða grönnum sínum í Evrópu og ég tel að við höfum skyldur til að miðla þeim verðmætum sem við höfum. Þá er ég ekki að tala um orku, fisk eða landbúnaðarvörur heldur lýðræðishefð og friðarboðskap sem Íslendingar hafa varðveitt í margar kynslóðir, ekki bara í orði heldur líka í framkvæmd. Markmið Evrópusambandsins er að jafna og bæta kjör í aðildarríkjunum. Evrópusambandið byggir á þeirri sýn að friður á milli sjálfstæðra ríkja verði best tryggður með samskiptum og samvinnu, gagnkvæmum skilningi og jafnræði í réttindum og lífskjörum. Íslendingar hafa staðið sig mjög vel í að móta reglur um réttindi fólks á vinnumarkaði og miðlað þannig áherslum íslensks vinnumarkaðar um velferð og réttindi inn í samevrópskar reglur. Aðild ASÍ að Evrópusambandi stéttarfélaga hefur gefið sambandinu tækifæri til að standa þá vakt með miklum sóma. Á sama hátt getum við nýtt sérþekkingu okkar og reynslu til að hafa áhrif í friðar- og lýðræðismálum innan Evrópusambandsins. Ég tel að á síðustu árum sé hlutverk Íslands og annarra Norðurlandaþjóða í friðar-, lýðræðis- og velferðarmálum enn brýnna en áður. Á síðasta áratug hafa komið inn í sambandið fátækari þjóðir sem ekki hafa búið við lýðræði og markaðsbúskap síðustu áratugi. Með þeirri breytingu heyrast fjölbreyttari sjónarmið sem munu hafa áhrif á mótun Evrópusamvinnunnar á komandi árum. Ég trúi því að Íslendingar vilji vera hluti af Evrópu þar sem raunverulegt lýðræði ríkir og mannréttindi í heiðri höfð. Nýleg frétt um starfskonu á hóteli í Reykjavík hefur vakið okkur öll til umhugsunar um að í Evrópu býr fjöldi fólks sem ekki er mótað af sömu reynslu, lífsgæðum og lífssýn og við Íslendingar. Jöfnuður í landinu, frelsi og mannréttindi eru gildi sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa reynt að varðveita með einum eða öðrum hætti frá því að við fengum sjálfstjórn, það hefur verið okkur mikil gæfa. Að tryggja sterkari rödd þessara gilda er hlutverk okkar – það gerum við ekki sem áhorfendur innan Evrópusambandsins heldur aðeins sem virkir þátttakendur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun