Innlent

Fólk velkomið í samverustund

Minningarathöfn vegna voðaverkanna í Noregi fer fram í Norræna húsinu í dag.
Minningarathöfn vegna voðaverkanna í Noregi fer fram í Norræna húsinu í dag.
Boðað hefur verið til samverustundar í Norræna húsinu í dag klukkan 17 vegna harmleiksins í Noregi á föstudag. Norræna húsið, Norræna félagið og Félag Norðmanna á Íslandi bjóða til samverustundarinnar.

Markmið samkomunnar er að skapa vettvang fyrir fólk til að koma saman, eiga hlýja stund og votta ættingjum og vinum fórnarlamba árásanna samúð.

Minningabækur norska sendiráðsins verða til áritunar á meðan á samverustundinni stendur. Þá verður boðið upp á kaffi og kökur.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×