Skoðanakannanir og þjóðarvilji Þorkell Sigurlaugsson skrifar 27. júlí 2011 06:30 Þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og svokallaðurþjóðarvilji er talsvert í umræð-unni m.a. í tengslum við vinnu stjórnlagaráðs. Að einhverju leyti mótast þetta af vantrú á þjóðkjörnum fulltrúum og þar með fulltrúalýðræðinu, en þetta er líka eðlileg þróun í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar má nefna mörg dæmi um skoðanakannanir eða kosningar þar sem sjónarmið fjöldans endurspegla ekki endilega skynsamlegustu niðurstöðuna eftir á að hyggja. Meirihluti þingmanna kemst heldur ekki alltaf að skynsamlegustu niðurstöðunni. Hvort sem þing eða þjóð á í hlut þarf að byggja á því að þeir sem kjósa séu vel upplýstir og viti hverjir valkostirnir eru. Þannig er það ekki alltaf, síst af öllu í þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru veikir og hlutdrægir. Almenningur og þingmenn geta ekki treyst því að fá réttar eða ítarlegar upplýsingar. HvalfjarðargönginÁrið 1996 var meirihluti fólks skv. skoðanakönnun á móti gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Um 52% voru andvíg göngunum en 23% fylgjandi. 25% voru hlutlaus. Veitingastaðnum Þyrli í Hvalfirði var lokað árið 2008, en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar-ganganna. Olíufélagið, forveri N1, hefur eflaust treyst á að eitthvað væri að marka skoðanakönnunina sem gerð var 1996. Göngin áttu sem betur fer eftir að vera góð og arðsöm samgöngubót fyrir flesta og stuðla að orku- og tímasparnaði. ReykjavíkurflugvöllurÁrið 2001 kusu Reykvíkingar um það hvort flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Um 37% Reykvíkinga tóku þátt í henni, en þeir einir máttu taka þátt. Úrslitin voru nánast hnífjöfn, 14.529 með flugvellinum en 14.913 á móti. Ekki var þó ljóst hvert flugvöllurinn ætti að fara og mörgu var ábótavant við þessar kosningar varðandi þá valkosti sem voru í boði. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan yrði önnur í dag, enda nú flestum ljóst að annaðhvort verður hann í Vatnsmýrinni eða starfsemi hans flyst að fullu til Keflavíkur. Kosning um flugvöll, þar sem valkostir eru ekki skýrir, er dæmi um óheppilegt kosningamál. Aftur á móti þarf að komast að niðurstöðu um flugvöllinn enda verið að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur. Samkvæmt núverandi skipulagi á flugvöllurinn að víkja að hluta árið 2016 og að fullu árið 2024 og í mikilvægum skipulagsmálum þarf að horfa áratugi fram í tímann. KárahnjúkavirkjunVel má vera að meirihluti landsmanna hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þar réðu bæði umhverfissjónarmið og arðsemissjónarmið miklu, en sumir töldu framkvæmdina líka tæknilega of áhættusama. Viðhorfin gætu verið önnur í dag. Kosningar um svona verkefni verða alltaf erfiðar og spurning hvort allur almenningur sé best til þess fallinn að ráða úrslitum í svona máli og á þá vægi Austfirðinga að ráða meiru alveg eins og Reykvíkingar töldu sig eiga að ráða því hvort flugvöllur fyrir innanlandsflugið yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar. Eldsneytisverð og vegatollarÓlíklegt er að almenningur samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hækkun skatta t.d. á eldsneyti og upptöku vegatolla, en þetta er þó líklega skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Skatturinn leggst þyngst á þá sem keyra mest og eru á þyngstu og eyðslufrekustu bílunum. Auk þess stuðlar hærra eldsneytisverð að sparnaði í innflutningi eldsneytis og ýtir undir notkun annarra orkugjafa. Þetta er því betri skattstofn en t.d. tryggingagjald á laun eða almennir launaskattar. Hlutur fjölmiðlaHlutur fjölmiðla er umtalsverður þegar kemur að því að móta skoðanir fólks. Svo getur tíðarandinn og ástandið í þjóðfélaginu haft mikil áhrif og hvað fólk telur þjóna best sínum persónulegu hagsmunum. Umræðan um sjávarútvegsstefnuna og kvótamál, stóriðju, eldsneytisverð o.fl. eru dæmi um mál sem geta hentað illa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið jákvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hvenær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðarinnar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum. Það er ekki alltaf réttlætanlegt að meirihlutinn geti knúið fram niðurstöðu gegn minnihlutanum. Framkvæmdin og hvernig staðið er að kynningu getur ráðið úrslitum um niðurstöðuna. Kjósendum þarf þá að vera ljóst hverjir valkostirnir eru og afleiðingarnar fyrir einstaklinga og almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og svokallaðurþjóðarvilji er talsvert í umræð-unni m.a. í tengslum við vinnu stjórnlagaráðs. Að einhverju leyti mótast þetta af vantrú á þjóðkjörnum fulltrúum og þar með fulltrúalýðræðinu, en þetta er líka eðlileg þróun í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar má nefna mörg dæmi um skoðanakannanir eða kosningar þar sem sjónarmið fjöldans endurspegla ekki endilega skynsamlegustu niðurstöðuna eftir á að hyggja. Meirihluti þingmanna kemst heldur ekki alltaf að skynsamlegustu niðurstöðunni. Hvort sem þing eða þjóð á í hlut þarf að byggja á því að þeir sem kjósa séu vel upplýstir og viti hverjir valkostirnir eru. Þannig er það ekki alltaf, síst af öllu í þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru veikir og hlutdrægir. Almenningur og þingmenn geta ekki treyst því að fá réttar eða ítarlegar upplýsingar. HvalfjarðargönginÁrið 1996 var meirihluti fólks skv. skoðanakönnun á móti gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Um 52% voru andvíg göngunum en 23% fylgjandi. 25% voru hlutlaus. Veitingastaðnum Þyrli í Hvalfirði var lokað árið 2008, en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar-ganganna. Olíufélagið, forveri N1, hefur eflaust treyst á að eitthvað væri að marka skoðanakönnunina sem gerð var 1996. Göngin áttu sem betur fer eftir að vera góð og arðsöm samgöngubót fyrir flesta og stuðla að orku- og tímasparnaði. ReykjavíkurflugvöllurÁrið 2001 kusu Reykvíkingar um það hvort flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Um 37% Reykvíkinga tóku þátt í henni, en þeir einir máttu taka þátt. Úrslitin voru nánast hnífjöfn, 14.529 með flugvellinum en 14.913 á móti. Ekki var þó ljóst hvert flugvöllurinn ætti að fara og mörgu var ábótavant við þessar kosningar varðandi þá valkosti sem voru í boði. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan yrði önnur í dag, enda nú flestum ljóst að annaðhvort verður hann í Vatnsmýrinni eða starfsemi hans flyst að fullu til Keflavíkur. Kosning um flugvöll, þar sem valkostir eru ekki skýrir, er dæmi um óheppilegt kosningamál. Aftur á móti þarf að komast að niðurstöðu um flugvöllinn enda verið að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur. Samkvæmt núverandi skipulagi á flugvöllurinn að víkja að hluta árið 2016 og að fullu árið 2024 og í mikilvægum skipulagsmálum þarf að horfa áratugi fram í tímann. KárahnjúkavirkjunVel má vera að meirihluti landsmanna hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þar réðu bæði umhverfissjónarmið og arðsemissjónarmið miklu, en sumir töldu framkvæmdina líka tæknilega of áhættusama. Viðhorfin gætu verið önnur í dag. Kosningar um svona verkefni verða alltaf erfiðar og spurning hvort allur almenningur sé best til þess fallinn að ráða úrslitum í svona máli og á þá vægi Austfirðinga að ráða meiru alveg eins og Reykvíkingar töldu sig eiga að ráða því hvort flugvöllur fyrir innanlandsflugið yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar. Eldsneytisverð og vegatollarÓlíklegt er að almenningur samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hækkun skatta t.d. á eldsneyti og upptöku vegatolla, en þetta er þó líklega skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Skatturinn leggst þyngst á þá sem keyra mest og eru á þyngstu og eyðslufrekustu bílunum. Auk þess stuðlar hærra eldsneytisverð að sparnaði í innflutningi eldsneytis og ýtir undir notkun annarra orkugjafa. Þetta er því betri skattstofn en t.d. tryggingagjald á laun eða almennir launaskattar. Hlutur fjölmiðlaHlutur fjölmiðla er umtalsverður þegar kemur að því að móta skoðanir fólks. Svo getur tíðarandinn og ástandið í þjóðfélaginu haft mikil áhrif og hvað fólk telur þjóna best sínum persónulegu hagsmunum. Umræðan um sjávarútvegsstefnuna og kvótamál, stóriðju, eldsneytisverð o.fl. eru dæmi um mál sem geta hentað illa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið jákvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hvenær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðarinnar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum. Það er ekki alltaf réttlætanlegt að meirihlutinn geti knúið fram niðurstöðu gegn minnihlutanum. Framkvæmdin og hvernig staðið er að kynningu getur ráðið úrslitum um niðurstöðuna. Kjósendum þarf þá að vera ljóst hverjir valkostirnir eru og afleiðingarnar fyrir einstaklinga og almenning.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun