Erlent

Barist til að tryggja aðstoð

Mynd/AP
Friðargæsluliðar Afríkusambandsins börðust í gær við skæruliðahópa í Mogadisjú, höfuðborg Sómalíu, til að tryggja að hjálpargögn skili sér.

Hungursneyð ógnar lífi milljóna í Austur-Afríku, en ástandið er alvarlegast í Sómalíu.

Söfnun á Íslandi fyrir nauðstadda á svæðinu hefur gengið mjög vel og höfðu meðal annars safnast yfir 21 milljón króna hjá UNICEF á Íslandi.

Í tilkynningu frá UNICEF var áréttað að starf þeirra tengist ekki öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og dreifing hjálpargagna hafi gengið vel.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×