Erlent

Lengsta fríið í Danmörku og Þýskalandi

Danir og Þjóðverjar eru þær þjóðir innan Evrópusambandsins, ESB, sem fá flesta frídaga. Þeir fá að meðaltali 40 frídaga á ári að helgidögum meðtöldum, samkvæmt könnun á vegum sambandsins. Svíar fá að meðaltali 34 frídaga á ári en Grikkir og Portúgalar að meðaltali 33 frídaga á ári. Rúmenar, sem eru neðstir á listanum, fá 27 daga árlega.

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði á fundi í maí síðastliðnum að almenningur í Suður-Evrópu fengi of marga frídaga og færi of snemma á eftirlaun. Ekki væri hægt að hafa sameiginlegan gjaldmiðil þegar sumir fengju mikið frí og aðrir lítið. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×