Erlent

Frekari hjálpar er þörf í Sómalíu

Friðargæsluliðar Afríkusambandsins börðust við skæruliða á götum höfuðborgarinnar Mogadisjú í gær.
Friðargæsluliðar Afríkusambandsins börðust við skæruliða á götum höfuðborgarinnar Mogadisjú í gær. Mynd/AP
Bardagar héldu áfram á götum Mogadisjú í Sómalíu í gær þar sem friðargæslusveitir Afríkusambandsins unnu svæði af hópum skæruliða. Markmiðið er að tryggja að hjálpargögn nái til nauðstaddra sem hafa hópast til borgarinnar síðustu vikur og mánuði vegna hungursneyðar sem geisar í suðurhluta landsins.

Forseti Sómalíu, sem situr í skjóli Sameinuðu þjóðanna (SÞ) en ræður aðeins takmörkuðum hluta landsins, biðlaði í gær til alþjóðasamfélagsins um frekari stuðning. Stjórnvöld hafi ekki bolmagn til að sinna þeim sem eru hjálpar þurfi vegna hungursneyðarinnar, en SÞ áætla að rúmlega 11 milljónir manna í Austur-Afríku séu hjálpar þurfi, þar af 2,2 milljónir manna á stríðshrjáðum svæðum sem lúta stjórn skæruliðahópsins al-Shahab, sem hindra starf sumra alþjóðastofnana.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sendi í gær frá sér ákall um að hjálp til barna sem eru í hættu á svæðinu, verði sett í forgang. Íslendingar hafa tekið vel við sér og hafa safnast tugir milljóna til hjálparstarfsins.-þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×